19.5.2009 | 20:05
Í fréttum var helst
Það er orðið einfalt að segja í fréttum var þetta helst það er nóg að segja í fréttum var ESB. Þetta á nokkurn vegin við um hvern einasta fréttamann Jóhanna G rak míkrafone í andlitið á Bjarna Ben og hver var spurningin um ESB auðvitað. Fréttamenn virðast vera fastir í einhverri ESB bólu þeim er sama um fólkið í landinu og standa síg síst betur en þeir gerðu á tímum útrásarinnar að mínu mati. Enda er þeim vorkunn þeir þurfa jú að hlýða húsbændunum.
Það er líka athyglisvert að á tímum hinnar löglegu kjörinnar stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þá birtist hver skoðana könnunin á fætur annarri um minnkandi fylgi í fjölmiðlum. Í dag birtist ekki ein einasta skoðanakönnun þó að mjög athylsvert væri að sjá hvort vinsældir núverandi stjórnar minnkuðu með þeim hraða að lögmál Newtons væri í hættu. En það er engin skoðanakönnun gerð sennilega vegna þess að það hentar ekki einhverjum.
Mig langar að benda fréttamönnum á nokkur verkefni sem að ég held að stór hluti þjóðarinnar hafi meiri áhuga á en ESB
Það er til dæmis
Hverjir eru eigendur jöklabréfanna er verið að vernda einhverja þar skyldu þau vera i eigu lífeyrissjóða banka og útrásarvíkinga allra Íslenskra.
Er sjáanlegt mynstur í því hvernig fyrirtæki eru endurskýrð og afvötnuð í boði okkar skattgreiðenda það er er verið að bjarga einhverjum sem eru innvígðri en aðrir.
Gæta bankar hlutleysis í rekstri þeirra fyrirtækja sem þeir hafa yfirtekið eða stunda þeir undirboð og þvinganir sem að leiða önnur fyrirtæki í þrot.
Það er af nógu að taka en fréttamenn sjá ekkert nema ESB og hvernig kemst ég að þeirri skoðun jú ég keyri í vinnu a morgnana og á leiðinni er minnsta kosti minnst þrisvar til fjórum sinnum á aðild ég keyri heim og á leiðinni er jafn oft eða oftar fjallað um kosti aðildar ég hlusta a kvöldfréttir og það er líklegra en ekki að nafn Ole Rehn komi þar fyrir eða a annan hátt fjallað um kosti aðildar og hvað það myndi bjarga mörgu og hvað krónan er ónýt.
Ef þetta er ekki skipulagður áróður þá veit ég ekki hvað er áróður en í boði hvers er hann? eigenda fjölmiðlanna eða eru þetta persónulegar skoðanir frétta manna.
Að lokum vil ég minna á að forseti vor vildi skjóta fjölmiðla frumvarpi undir dóm þjóðarinnar nú krefst ég þess að hann sýni jafnræði og neiti að skrifa undir komandi lög um aðildarviðræður að ESB og skjóti þeim undir dóm þjóðarinnar. Með því myndi hann sýna að hann ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti en gengur ekki hagsmuna eins eða neins.
Og hvað er verið að fjalla um í Kastljósi núna ???? Það hlýtur bara eiginlega að vera allt í lagi hér á landi miðað við Í fréttum var þetta helst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.