Hvað er verið að segja.

Hér virðist vanta all verulega upp á lesskilning minn eg get bara eiginlega ekki skilið hvað fréttin gengur út en eftir að hafa marglesið hana finnst mér ég skilja að með henni sá hann að benda á að það að ráða fólk á skertu starfshlutfalli sé bara tilfærsla peninga að reka fólk sé sparnaður.

Ég legg þann skilning í þetta orðskrúð að  fyrirtæki opinbert eða einkafélag sem að setur fólk á hlutagreiðslur atvinnuleysis sjóðs er ekkert að spara heldur einungis að flytja til kostnað innan alþýðulýðveldisins og það er ekki markmið ríkisstjórnarinnar er eins og haft er eftir Árna  í fréttinni.

"Við setjum sem ríkisstjórn það viðmið að tilflutningur ríkisútgjalda frá rekstrarráðuneytum yfir til velferðarráðuneyta sé ekki ásættanleg lausn. Aukning velferðarútgjalda er ekki leiðin, heldur hlýtur raunverulegur sparnaður að vera það sem gera þarf.“

Semsagt nú skal byrja að segja upp öðruvísi skil ég þetta orðaflóð ekki. Eiginlega alveg ótrúlega mikið mas til að koma þeim skilaboðum á farmfæri að nú eigi að fara að reka fólk því að það sé eina leiðin til að raunsparnaður náist og auðvitað verður byrjað að reka neðanfrá og upp úr. Þetta er varið að minna mig á stjórnartíðina þegar Ólafur Ragnar og aðrir vinir okkar litla mannsins stjórnuðu síðast.  BanditNinja


mbl.is Megum ekki blekkja okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón - það að segja upp fólki (reka það eins og þú orðar það) hefur sömu afleiðingar þar sem það mun líka leita til atvinnuleysistryggingasjóðs til að fá atvinnuleysisbætur. Það sem Árni Páll er að segja að forstöðumenn ættu að hugsa heildstætt um áhrif niðurskurðar á störfum. Þannig eiga þeir að hugsa um væntanlega áhrif uppsagnar/skerts hlutfalls á atvinnuleysistryggingasjóðs þar sem það felur í sér útgjöld ríkissjóðs - bara úr öðrum vasa.

Árni Páll er að mæla með því að forstöðumenn grípi frekar til annarra sparnaðaraðgerða fremur en að skerða starfshlutföll eða segja upp fólki.

Mér finnst þetta afar jákvætt og mikilvægt að menn horfi heildstætt á hlutina og sjái þá í samhengi við allt - vasar ríkissjóðs eru margir og mikilvægt að sparnaður eins þeirra leiði ekki til þess að annar þeirra léttist.

Kristín (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband