14.5.2009 | 18:56
Verndari lítilmagnans
Ögmundur veit sínu viti þegar á að slá pólitískar keilur það er best að höggva í lítilmagnana eins og sést hér hann veit sínu viti og að þeir hópar sem taldir eru sekir og þurfi að vernda með þessu njóta lítils stuðnings. Það er nóg að lesa bloggin með fréttinni til að sjá það.
Það hlýtur að vera að ef börn hafi skemmdar tennur þá séu foreldrarnir hirðulausir aumingjar sem ætti að sekta eins og einn bloggari sagði öðrum þykir greinilega leitt að sitja fyrir framan feitt fólk og reyna að kenna því að það að borða sé hættulegt og greinilegt er að það hlustar ekki á ráðin enda sennilega svo önnum kafin við að bryðja sykur.
Samhljómurinn er sá að þetta er flott skattleggjum aumingjana sem að ekki eiga pláss í hinu nýja þjóðfélagi manngæsku og jöfnuðar. Þetta er frá bær hugmynd og einmitt réttu hóparnir til að ráðast á með neysluskatta það fer engin að pæla í því að hækkun á sykri fer beint i velflestar neysluvörur frá brauði og upp í ég veit ekki hvað og veldur á þann hátt hækkun neysluvísitölu sem veldur síðan hækkun húsnæðislána.
Það er ekki svo gott að það eigi að nota peninginn til að bæta tannheilsu ó nei skólatannlækningar verða ekki teknar upp. Það er ekkert fjallað um lækkað greiðsluhlutfall af tannlækningum.
Það er ekkert skoðað hvort að foreldri þarf vegna fátæktar að velja á milli þess að kaupa skó á barnið sitt eða senda það til tannlæknis það er ekki skoðað hvað veldur því að foreldri tekur þá vitlausu ákvörðun að kaupa heldur skó fyrir barnið eða þá kannski aðeins betri föt svo að barnið verði ekki fyrir aðkasti í skólanum og verði lamið sundur og saman og lendi í einelti og úr því jafnvel yfir í eiturlyfja neyslu.
Nei þetta er ekkert skoðað enda hefur hér runnið upp hin svarthvíti heimur þar sem fólk með "góða menntun" (mikið notað hugtak i dag um þá sem talið er að viti betur en flestir) hefur sest í dómarasæti gagnvart lýðnum og veit alveg hvað honum er fyrir bestu.
Velkomin í Alþýðulýðveldið Ísland
Hið vitræna í þessu væri að aftengja verðtrygginguna síðan skattleggja sykur ef menn vilja og nota peninginn í skólatannlækningar.
Það hlýtur að vera að ef börn hafi skemmdar tennur þá séu foreldrarnir hirðulausir aumingjar sem ætti að sekta eins og einn bloggari sagði öðrum þykir greinilega leitt að sitja fyrir framan feitt fólk og reyna að kenna því að það að borða sé hættulegt og greinilegt er að það hlustar ekki á ráðin enda sennilega svo önnum kafin við að bryðja sykur.
Samhljómurinn er sá að þetta er flott skattleggjum aumingjana sem að ekki eiga pláss í hinu nýja þjóðfélagi manngæsku og jöfnuðar. Þetta er frá bær hugmynd og einmitt réttu hóparnir til að ráðast á með neysluskatta það fer engin að pæla í því að hækkun á sykri fer beint i velflestar neysluvörur frá brauði og upp í ég veit ekki hvað og veldur á þann hátt hækkun neysluvísitölu sem veldur síðan hækkun húsnæðislána.
Það er ekki svo gott að það eigi að nota peninginn til að bæta tannheilsu ó nei skólatannlækningar verða ekki teknar upp. Það er ekkert fjallað um lækkað greiðsluhlutfall af tannlækningum.
Það er ekkert skoðað hvort að foreldri þarf vegna fátæktar að velja á milli þess að kaupa skó á barnið sitt eða senda það til tannlæknis það er ekki skoðað hvað veldur því að foreldri tekur þá vitlausu ákvörðun að kaupa heldur skó fyrir barnið eða þá kannski aðeins betri föt svo að barnið verði ekki fyrir aðkasti í skólanum og verði lamið sundur og saman og lendi í einelti og úr því jafnvel yfir í eiturlyfja neyslu.
Nei þetta er ekkert skoðað enda hefur hér runnið upp hin svarthvíti heimur þar sem fólk með "góða menntun" (mikið notað hugtak i dag um þá sem talið er að viti betur en flestir) hefur sest í dómarasæti gagnvart lýðnum og veit alveg hvað honum er fyrir bestu.
Velkomin í Alþýðulýðveldið Ísland
Hið vitræna í þessu væri að aftengja verðtrygginguna síðan skattleggja sykur ef menn vilja og nota peninginn í skólatannlækningar.
Sykrað gos skattlagt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frá mínum bæjardyrum séð er verið að leggja á neysluskatt sem að ætti þá að nota í forvanir og fræðslu og þessi skattur er aðeins einn af mörgum sem eiga eftir að koma á næstu misserum og flestir verða réttlættir með svipuðum rökum og þessi. Elsdneytiskattur er til að refsa köllunum á stóru jeppunum tóbaksskattur til að kenna reykingafólki lexíu allt sett í fegrandi umbúðir. Þetta er einfaldlega skattheimta og fer beina leið í vísitöluna þaðan í íbúðalánin og í budduna.
Það pirrar mig líka að sjá fólk hikstalaust fullyrða að það sé beint samband milli tannskemda og hvort fólk er góðir eða slæmir foreldrar mér finnst sá málflutningur ósæmilegur þú serð dæmi um það ef þú rennir yfir bloggin. Lífið er ekki svona einfalt eins og við vitum báðir er ég viss um.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.5.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.