13.5.2009 | 21:40
Í fréttum var ekki þetta.
Vegna anna við Evróputrúboð er til dæmis ekki í fréttum að sumstaðar er ekki lengur leyft að prenta í lit í skólum landsins búið er að læsa inni litaprentara til að spara. Það er ekki hægt að færa gleði lita inn í kennslu barnanna vegna fjarskorts forfallakennsla er orðin í mýflugu mynd og heyrt hef ég að jafnvel séu skrúfaðar úr önnur hver pera til að spara. Þetta er það sem að við bjóðum yngstu kynslóðunum kannski styttist í grútarlampana hver veit. Þetta er ekki í fréttum fjölmiðla sem hafa meiri áhuga á Ole Rehn heldur en börnum þessa lands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.