13.5.2009 | 13:57
Þreytandi bull
Ég leyfi mér að segja að ég er orðin hálfleiður á þessari endalausu síbylju um að í þessu og hinu skuli vera jöfn kynjahlutföll. Það versta er að þessi síbylja er þreytandi leiðigjörn og veldur sennilega raunverulegri jafnréttisbaráttu stórskaða.
Ég veit ekki betur en að hvor flokkur um sig hafi 5 ráðherra það er mjög erfitt að ná jafnri skiptingu með töluna 5 þýðir þetta þá að ungir grænir vilja bæta við tveimur ráðherrum eða ráðfrúm og að sja´lfsögðu senda reikninginn af því jafnrétti á þjóðina.
Ósátt við kynjaskiptingu í ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í stjórn Ungra vinstri grænna (http://www.vinstri.is/ung-vinstri-graen/stjorn-ungra-vinstri-graenna/) eru:
Formaður/Varaformaður: 1 kona, 1 karl
Ritari/Gjaldkeri: 1 kona, 1 karl
Meðstjórnendur: 3 karlar, 2 konur
Varamenn: 2 karlar, 1 kona
Vigfús Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 14:42
Er það kvenrétti sem við viljum eða jafnrétti?
Það er ekki sami hluturinn. Er það ekki takmarkið að besta manneskjan sé ráðin óháð kyni ?? Það er jafnrétti. En að ráðið sé í stöðu ekki vegna hæfni heldur af því að það er ekki jafnt kynjahlutfall er einfaldega heimskulegt. Það á að meta í starf útfrá verðleikum en ekki kyni.
Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.