6.5.2009 | 20:31
Hægt að skera niður
Það er greinilega hægt að skera niður á RÚV og fækka starfsmönnum í Evrópuáróðurs deildinni. Hvernig stendur á því til dæmis að það hefur ekki komið orð um samning EFTA við Nafta sem sagt var frá hér á bloggi. Ég get fyrirgefið einkareknum áróðursmaskínum að stunda trúboð því þær ganga erinda eiganda sinna en RÚV er í minni eigu og annarra landsmanna sem að minnsta kosti helmingur er á móti aðild rödd okkar þarf líka að heyrast.
Mér er næst skapi næst þegar ég heyri nafnið Olle Rehn að senda viðtækið mitt niður í Efstaleiti. Við skulum muna að ein lúmskasta skattahækkun sem nú er að dynja á okkur verður 17000 kr reikningur fyrir afnót af Rúv á hvern einstakling yfir 16 ára greiðsla sem getur orðið ansi þung á heimilum þar sem allir eru atvinnulausir. Byrjum því að spara leggjum niður aðra rásina eða seljum og tökkum upp sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og sjónvarpslausan júlí þá ætti að vera hægt að lækka afnotagjöldin þau eru jú inni í vísitölu og koma til með að hækka afborganir lána.
Síðan væri gott að farið væri að segja rétt frá og að það er sótt um aðild að ESB en ekki um aðildarviðræður.
61,2% vilja aðildarviðræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er svo merkilegt með þessar skoðanakannanir um Evrópumálin, ef spurt er um það hvort fólk vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið er gjarnan meirihluti fyrir því en ef spurt er að því hvort fólk vilji sækja um aðild að sambandinu, sem þarf að gera fyrst áður en einhvers konar viðræður geta farið fram, þá hafa kannanir sýnt meirihluta gegn því.
Hjörtur J. Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 20:44
Í ársskýrslunni kemur fram að laun voru 1.756 milljónir. Þetta skiptist á 324 störf.
Ef við drögum frá lykilstjórnendurna og launin þeirra gerir það að meðaltali 437.000 kr á hvern undirsáta í fyrirtækinu per mánuð (og 96.000 kr að auki í launatengd gjöld).
Eða 533 á hvern starfsmann. per mánuð.
Margt annað áhugavert leynist í ársreikningnum. Launakostnaður fyrirtækisins hefur næstum þrefaldast frá síðasta tímabili (laun úr 692 milljónum í 1.756 milljónir).
Fjármagnsgjöld hafa fjórfaldast, voru 160 milljónir 2007 en eru nú 874 milljónir!!
Tekjur af afnotagjöldum aukast um 1,7 milljarða (154%), úr 1,1 milljarði í 2,8 milljarða, Auglýsingatekjur fara nærri því að þrefaldast, úr 516 milljónum í 1,36
milljarða. -Þrátt fyrir þessa miklu aukningu tekna (sem að stórum hluta skrifast á hækkuð afnotagjöld handa þjóðinni, lendir fyrirtækið í svona drastískri krísu
Eigið fé félagsins er nánast uppurið og óvissa ríkir þótt þegar hafi verið gripið til 700 milljóna króna niðurskurðar. Hann er sá mesti í sögu RÚV um langt árabil og nemur samanlögðum kostnaði við alla dagskrárgerð Rásar 1 og Rásar 2 í heilt ár og gott betur svo dæmi sé tekið. Aðgerðirnar leggjast illa í starfsmenn RÚV sem fela bæði í sér uppsagnir og 7 til 11 prósenta tímabundna launalækkun, sem skila á 150 milljóna króna sparnaði á einu ári.
Á ekki óstjórnin á RÚV að fara frá.?
Eða á að leggja meiri álögur á fólkið í landinu og ekki spara neitt á ég og þú að borga meira?.
Árið1995 var eigið fé Ríkisútvarpsins 2,7 milljarðar króna, sem voru
88% af niðurstöðu hvíldu engar langtímaskuldir á stofnuninni, skammtíma
viðskiptaskuldir voru 400 milljónir og viðskiptakröfur jafnhá upphæð..
Síðla árs 2006 var staðan þannig að allt eigið fé RÚV var upp urðið
Í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur
alþingismanns um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins 23. janúar á þessu ári segir að
hallarekstur RÚV hafi numið 434 milljónum króna frá janúar til nóvember á því
ári samkvæmt óendurskoðuðum reikningum. Samkvæmt árshlutareikningi RÚV frá 1.
janúar til 30. júní 2006 voru uppsafnaðar skuldir stofnunarinnar á því ári
tæplega 5,2 milljarðar króna, langtímaskuldir rúmlega 3,3 milljarðar, en skammtímaskuldir tæplega 1,9 milljarðar
króna; Þetta eru ekki nýjar tölur og þær hafa sjálfsagt verið endurskoðaðar en
varla lækkað að marki, kannski hækka.
Rauða Ljónið, 6.5.2009 kl. 21:37
Rétt Hjörtur en mér finnst athyglis vert hvað það er mjótt á munum með aðild núna væri gaman að vita hvernig hefur verið valið hvort að það er jafnt hlutfall a milli landsbyggðar og þéttbýlis.
Rauða ljónið Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.5.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.