5.5.2009 | 22:25
Stefnubreyting hjá ASI
Er ASÍ að vakna er Gylfi farin að óttast um vinnuna. Hann fær þó hrós fyrir að tala um eitthvað annað en ESB en hræddur er ég um það að það sé of lítið og of seint það verður fátt sem kemur í veg fyrir það að fólk rísi upp innan tíðar það verður ekki undir stjórn Harðar Torfa sem virðist hafa hætt sinni baráttu þegar skipt var um stjórn kannski vegna þess að það var eini tilgangur fundanna og að þeir hafi aldrei snúist um fólkið í landinu.
Búsáhaldabyltingin hætti líka um sama leiti. Nú eru engir byltingarforingjar á ferð enda sennilega allit búnir að ná markmiðum sínum. En frétta tímar eru allir fullir af fólki sem er að reyna að njóta aðgerða ríkisstjórnarinnar en fá ekki vegna þess að til að fá hjálp ef þú ert að fara á hausinn verðurðu fyrst að hætta að fara á hausinn og greiða allt upp síðan máttu fá hjálp við að fara á hausinn aftur. Alveg séríslenskt held ég.
Sannleikurinn er sá að það á ekkert að hjálpa einum eða neinum nema þeim sem áttu pening í bönkunum en kannski getur ráðning 50 tilsjónarmanna hjálpað til að redda atvinnuleysinu að hluta því sennilega þurfa þeir að vera 1000 því að það hlýtur að vera fullt starf að fylgjast með að viðföngin lifi hófsömu lífi í hóflegu húsnæði.
Sennilega verða ráðnir í þessi störf atvinnulaust fólk úr fjármálageiranum með þekkingu á peningamálum. Það væri nú kaldhæðnislegt að sami einstaklingur og ráðlagði ungu pari að kaupa íbúð og taka aðeins meira lán til að geta tekið bíl í leiðinni og að hafa það í jenum það væri svo flott. Væri það ekki kaldhæðnislegt að þessi sami einstaklingur yrði nú tilsjónarmaður þessarar fjölskyldu gæslumaður ríkisins til að gæta þess að fjölskyldan lifi hófsömu lífi svo að hún geti notið alúðar hinar hjálpsömu handar stjórnvalda og hann gæti jafnvel tilsagt fjölskylduna til Hófsemisnefndar ríkisins og fengið prik að launum svona ala Austur Þýskaland á síðustu öld.
Sennilega verður nú líkindin með því forna alþýðulýveldi meiri innan skams því með sama áframhaldi þarf að byggja múr svo að fólk flýji ekki af skerinu
ASÍ vill bráðaaðgerðir á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt hjá þér. Þetta er svo röng leið sem þetta fólk er á að það nær ekki nokkru tali. Ég á varla til orð yfir þessa vitleysu. Ég bara hreinlega skil ekki í hvaða draumaheimi Jóhanna og meðfylgjendur hennar eru. 50 ráðgjafar!!! Sem eiga að gera hvað? Segja fólki hvaða tegund af klósettpappír það eigi að kaupa sér? Eitt er víst. Ég myndi aldrei samþykkja að fá einhvern tilsjónarmann til að segja mér að ég megi ekki eyða 500 krónunum mínum í dag fyrir mjólkinni sem börnin mín þurfa, heldur verði ég að bíða fram á föstudag. Í dag megi ég bara kaupa brauðið sem börnin vantaði í fyrradag. Jóhanna, Gylfi og Gylfi, hvar ætlið þið að staðsetja fátækrabúðirnar?
assa (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.