Söguskoðun

Ég hef tekið upp þann sið að lesa nokkur gömul blogg mín við og við og viðurkenni að það veitir mér gleði að sjá í fortíðinni hvað framtíðarspár eru arfavitlausar. Þan 5 júlí 2007 birtist frétt i MBL að hækkun húsnæðis væri drifkraftur verðbólgu Þá er haft eftir aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins eftirfarandi úr leiðara Af vettvangi sem er fréttablað eða var.

Hann segir að ákvörðun félagsmálaráðherra að lækka lánshlutfall í 80% sé spor í rétta átt og mund skila árangri Ennfremur segir þessi góði maður að  þróun fasteignamarkaðar verði þó aldrei eðlileg fyrr en umsvif Íbúðalánasjóðs verði takmörkuð við félagslegt hlutverk en bönkum og sparisjóðum látið eftir að sinna almennum íbúðalánum.  Feit letrun er undirritaðs

Var þetta rétt framtíðarspá eða hvað. 

Mér finnst fróðlegt að kíkja á svona hluti því þeir sýna mér hve rangt fólk hafði fyrir sér í fortíð og því ætti maður eitthvað frekar að hlusta á nútíma speki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband