3.5.2009 | 12:02
Hagfræði versus vélfræði
Lílja Móses og Sigríður Ingibjörg hagfræðingar og þingmenn VG og Samfylkingar vilja hjálpa þeim verst stöddu í þjóðfélaginu það er göfug hugsun. En gera þær ráð fyrir að þeir verst stöddu eru sennilega þeir sem fóru sem mest í uppsveiflunni eða eru þær bara að tala um þá verst stöddu innan einhvers tekjuhámarks ég er sannfærður um að margir hinna verst stöddu eru ekki markhópur félaghyggju flokkana. En ég tek ofan fyrir hugmyndinni þó að ég sé þeirrar skoðunar að hún leiði til endalausra hjálpar aðgerða um leið og fleiri og fleiri síga niður í hóp hinna verst stöddu.
Ég er algjörlega ósammála þeim stall systrum eg tel að eina leiðin sé flatur niðurskurður þar sem að æxlið sem til varð vegna aðgerða ríkis lánastofnana og útrásarvíkinga verði skorið í burt. Æxlið sem er hin tilbúna bóla sem að ekkert er á bakvið. Með því að gera það eflist stór hluti þjóðarinnar og getur hafið daglegt líf aftur sem leiðir til meiri peninga í sameiginlega sjóði til að hjálpa þeim verst stöddu.
Þetta er mín skoðun ekki byggð á hagfræði heldur vélfræði sé maður að keyra stóra vél sem er orðin slitinn og eyðir mikilli smurolíu og er afl laus og ætli maður að laga það með að taka bara alltaf þann strokk sem komin er yfir hámarksslit er maður allaf í djúpum skít smurolíueyðslu og kraftleysis og aðrir strokkar étast hratt upp vegna aukin álags. Sé hinsvegar öllum strokkum veitt aðhlynning malar vélin eins og köttur og stórsparnaður verður í olíu notkun og eyðslu. Þjóðfélag er ekkert annað en vél í dag er hin Íslenska aflvél illa hirt ósmurð og keyrð á óskilinni og ómeðhöndlaðri svartolíu af verstu tegund keyrsla sem að getur ekki leitt til annars enn úrbræðslu.
Auk þess legg ég til að stofnaður verði þjóðhollur hægri flokkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.