Alþýðulýðveldið Ísland

Það er eiginlega hlálegt að sú arfa vitlausa fjárfestingarstefna sem að útrásarvíkingarnir stunduðu skuli vera að valda hér lýðveldi í anda Austur Þýskalands ríki þar sem allt sem máli skiptir er í eigu ríkisins en hitt veslast upp. Ég nenni ekki að telja upp þau fyrirtæki sem nú eru komin undir verndarvæng ríkisbankanna en það sér hver heilvita maður að samkeppnisstaða annarra fyrirtækja er engin þegar að banki sem á að sjá um eðlilega fjármagnsfyrirgreiðslu til fyrirtækis á kannski orðið eitt til tvö samkeppni fyrirtæki.
Ég hef ekki það mikla trú á gegnsæi og heiðarleika hér að ég rúi því að þau fyrirtæki sem bankarnir hafa leyst til sín njóti ekki frekar fyrirgreiðslu heldur en þau sem enn eru að reyna að halda lífi í sér.

Það er kaldhæðnislegt að örfáir einstaklingar sem sennilega eru allir fylgjandi frjálsri samkeppni hafi eyðilagt gjörsamlega hagkerfi heillar þjóðar og skotið því aftur til tíma Stalíns allt að því. Það er líka umhugsunarvert að til skuli vera ríki sem að elskar þegna sína svo mikið að það ætlar að láta þá þræla í þágu sjálfs síns og bera óberandi skuldabagga, skuldabagga sem búið er að afskrifa að stórum hluta af því sjálfu.

Eftir að ég heyrði viðtalið við konuna sem ætlar að flytja af landi burt og hætta að borga og síðan viðbrögð talsmanns neytenda við þessari aðgerð rann upp fyrir mer að þetta er nokkurs konar Gúlag sem búið er að koma hér upp og eina lausnin sem boðið er upp á er að falla í faðm nýlenduherrana. Það sem mér fannst stórkostlegast ef að ég hef skilið rétt er það að gefið var í skyn að lánastofnanir hefðu völd til að elta skuldara út í heim sömu lánastofnanir og fluttu hvert einasta sent úr landi og það má ekkert gera í því að endurheimta það en lánastofnanir hafa belti og axlabönd og geta elt sitt út yfir gröf og dauða. 

Ég held að tími pottanna sé liðin og tími mikið alvarlegri hluta að rísa tími þar sem menn gera það upp við sig hvort það að vera Íslendingur með þeim kostum og göllum sem því fylgir er þeim einhvers virði. tími til að láta argaþras að baki og berjast fyrir þeim gildum sem að ömmur okkar og afar trúðu á, tími aðgerða þeirra sem vilja það þjóðfélag sem var hér frjálst óháð þjóðfélag þar sem jöfnuður var mikill þjóðfélags þar sem gott var að ala upp börn í. Ég tel að sá tími sé komin aftur sem að krefjist þess að Íslendingar standi upp sem einn maður eins og þeir gerðu þegar þeir brutu af sér hlekki einokunarverslunar og hófu sókn til sjálfstæðis sókn sem að færði landið fram um aldir á innan við hundrað árum. Ég tel að tími ungmennafélags hugsjónarinnar Íslandi allt sé komin aftur ef okkur á að takast að hrinda þessum hlekkjum af okkur.

Ég er eins og lesa má öskureiður yfir aðgerðar leysi og fyrirlitningu ráðamanna á fólkinu sem að býr í landinu við erum engin fífl og hollt er að muna að valdið kemur frá fólkinu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband