Tvískinnungur.

Deilan um hvalveiðar sýnir í hnotskurn hvernig ástandið er varðandi vísindalega hugsun á nýtingu náttúrunnar. Það skiptir engu máli hvað er rannsakað eða gert það má samt ekki nýta þennan hlut náttúrunnar og það er grátlegt að ríki sem að nákvæmlega engra hagsmuna hafa að gæta setja ríkjum sem hafa hagsmuna að gæta stólinn fyrir dyrnar. ESB er til dæmis búið að álykta á móti hvalveiðum án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir eru á móti þeim það eru engin vísindaleg rök að baki nema að vera móti af því bara. Og séu vísindaleg gögn að baki þá stangast á við gögn þeirra sem að rannsaka þessar skepnur til dæmis hér og það er hollt að vita að þessu banni yrðum við að framfylgja hvort sem okkur líkaði betur eða ver ef við værum partur af batteríinu. Við skulum hafa í huga að veiðar hér eru samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

Það er réttur hverrar þjóðar að nýta þær auðlyndir sem að land þeirra býður upp á án afskipta annarra þjóða hér er átt við eðlilega sjálfbæra nýtingu. Að þjóðríki beiti afli til að banna öðrum ríkjum að nýta náttúruauð sinn á sama tíma og hin sömu ríki styðja og jafnvel framkvæma hernað gegn sinni eigin tegund er til skammar. Mér er stundum spurn hvort að frumbyggjar Ástralíu, fólk á Gasa, fólk í Súdan, Írak og víðar sé í raun réttminna en ákveðnar dýrategundir. Það tekst allavega aldrei að ná samstöðu um verndun og bætta meðferð þessara hópa en ákveðnar dýrategundir virðast höfða betur til samvisku margra.

Finnst ykkur ekki skjóta skökku við að þjóð sem mótmælir hvalveiðum annarar þjóðar skuli vera uppvís að því að hálf drekkja manni sex sinnum á dag yfir langan tíma til að fá hann til að játa á sig einhverjar syndir. Ég spyr mig hvort að að þetta sé hin nýja heimsýn manngæsku og umhverfisvitundar.


mbl.is Hvalveiðiráðið í sjálfheldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband