Sorglegt

Ég er búin að lesa yfir athugasemdirnar hérna og þær fengu mig til að velta fyrir mér hlutum eins og uppeldi, refsigleði, fyrirgefningu óvitaskap hrottaskap og ýmsu öðru. Ég tek það fram að þessi atburður er óverjandi að mínu mati og þeir einstaklingar sem í hlut áttu eiga að vera fullfærir um að skilja afleiðingar gjörða sinna og ef þeir eru það ekki ættu þeir að vera undir handleiðslu þar til bærra aðila. Þeir geta einnig þakkað fyrir að hafa tækifæri til að bæta fyrir þann skaða sem varð af þessum óábyrgu gjörðum skaða sem verður þó seint bættur. Það er líka ljóst að þetta er ekkert í fyrsta skipti sem að svona atburðir verða og við höfum sofið á verðinum í áróðri og uppfræðslu að þetta er hegðun sem við líðum ekki í okkar samfélagi því hvort sem að okkur líkar betur eða verr þá koma upp aðstæður í lífi einstaklinga þar sem að þeir virðast ekki hugsa út í afleiðingar þess sem gert er.

Manninum er tamt að reyna að finna ástæðu fyrir öllu kannski er ástæðan hugsunarleysi augnabliks athugunarleysi foreldra skefjalaus ofbeldis dýrkun í afþreyingar miðlum dýrkun á einstaklingum sem að leysa öll sín mál með ofbeldi og eru menn að meiru fyrir.
Ég veit það ekki en ég held að hér sé oft um örmjóa línu að ræða sem því miður sumir lenda öfugu megin við fyrir augnabliks óvita gang og múgsefjun sem að á þessum aldri er mikill áhrifa valdur. Auðvitað eiga þar til bær yfirvöld að taka þetta mál föstum tökum og þessir einstaklingar að hljóta  refsingu sem að gerir þeim grein fyrir alvarleika gjörða sinna og þakka um leið fyrir þá verndarhendi sem haldið var yfir þeim þannig að þetta for ekki verr.

Við foreldrar eigum síðan að reyna að vera þátttakendur í lífi barna okkar því þó við höldum að hjá okkur sé allt í lagi og allt í blóma þá vitum við sjaldnast hve nálægt bjargbrúninni við erum oft og hve oft við sleppum með skrekkinn. Sem dæmi um það vil ég nefna atburð úr eigin lífi.

Eins og hjá öðrum foreldrum þá var algengt að vinir söfnuðust saman á heimilinu enda fátt skemmtilegra en félgsskapur ungs fólks í uppvexti. Einn daginn var svona sellufundur í herbergi unglingsins og þegar þeir fara út tek ég eftir því að þeir eru með hafnarboltakylfur í barnaskap mínum hélt ég að verið væri að fara að spila en vissi þó ekki til áhuga á hafnarbolta.
Til allrar hamingju báru þeir það traust til mín að þeir sögðu mér að hnippingar milli þeirra og annarra væru komnar á það stig að þeir sæju sér ekki annað fært en að fara vopnaðir út ef til fundar skildi koma.
Ég held að í öllu uppeldinu hafi ég sennilega aldrei lent í alvarlegri aðstæðum. Í stuttu máli tókst mér þó með því að ræða við þá langa stund að sína þeim fram á að þessi meinleysislega aðgerð að þeirra mati gæti leitt til þess að þeir myndu örkumla eða jafnvel verða manni að bana eitthvað sem að þeir höfuð ekki hugsað út í kylfurnar áttu bara að vera ógn ekkert að nota þær
Mér tókst að fá þá til að skilja að bara það að taka þær út myndi leiða atburðarásina á allt annað og hættulegra stig þegar þeir héldu út voru kylfurnar skildar eftir og þessir unglingar eru allir fjall myndarlegir og efnilegir menn í dag.
En hvað ef ég hefði ekki verið heima og þær hefðu farið út. Það er spurning sem að ég spyr mig stundum að svona með sjálfum mér um leið og ég þakka fyrir hvað ég var heppinn og hika við að skella skuldinni á aðra foreldra sem kannski voru ekki svona heppin.
Staðreyndin er nefnilega sú að það þarf ekkert endilega að vera slæmt uppeldi eða einhver dramatík á bak við svona bara einfaldlega röð slæmra ákvarðanna slysaleg tilviljun og skortur á að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna.
En sá skortur sést hjá fleirum en unga fólkinu eins og við heyrum um hverja helgi í fréttum af liðinni helgi við þurfum samstillt átak, átak í ummhyggju og væntum þykju í garð hvors annars.

 

 

 

 

 


mbl.is Hafa játað að hafa haft sig mest í frammi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Heyrðu gæskur, hugsaðu aðeins út í aðstæðurnar. Þetta er skipulegur glæpur, lífshættulegt og langvarandi ofbeldi af yfirlögðu ráði. Fól í sér að verða sammála um að fara upp í Heiðmörk, fara á a.m.k. tveimur bílum, kúga hana og misþyrma í lengri tíma.

Svona mannvonska býr í flestum eða öllum, en það sem gerir okkur að mönnum er að vinna bug á þessari villimennsku.

Ég get trúað því að sumar þeirra hafi haft sig mest frammi ef til vill - Venjulega er það þannig. En þær sem standa hjá og gera ekki neitt eru s.k. "enablers" - þær/þeir samþykkkja verknaðinn með þögn og aðgerðarleysi. Það sem fólk sem er með eitthvað í hausnum gerir er að stöðva vini sína frá því að gera svona.


-Runemopar-

Ég samþykki þetta ekki alveg hjá þér en mest af þessu er kannski rétt...

 -Runemopar- (Gestaritari) 

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.5.2009 kl. 04:46

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er ekki að verja þetta heldur að benda á að okkur hættir til að reyna að leita að ástæðum fyrir öllu ástæðum sem eru kannski bara röð rangra ákvarðanna eðe óheppilegar tilvika.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.5.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"Röð óheppilegra tilvika" er rótin að ÖLLUM illvirkjum.

Það er bakgrunnur alls í raun. Það sem skiptir í raun máli er að þetta er gert af yfirlögðu ráði, gerendurnir höfðu mikinn tíma til að endurskoða aðgerðir sínar og kusu að gera það ekki. Það er engin tilviljun.

Ég hvet þig til að drepa ekki málinu á dreif með "röð tilviljana". Ásetningurinn er ótvíræður og endurtekinn hvernig svo sem röð tilviljana leiddi gerendurna á þennan stað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.5.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband