37% fylgi við ESB

Samfylkingin 29,7 Bogaraflokkurinn 7,2% þetta er hinn mikli sigur Evrópusinna að mínu mati.
Fyrir kosningar sögðu vitringarnir að ESB stefna Framsóknar með sínum skilyrðum jafngilti því að flokkurinn væri á móti ESB. VG eru á móti ESB og Sjálfstæðiflokkurinn líka þannig að 63% þjóðarinnar er á móti samkvæmt þeirri skilgreiningu og skiptir litlu máli hvað margir sameiningar sinnar eru dregnir í Evrópusilfrið þá tala þessar tölur fyrir sig sjálfar.
Það er greinilegt að þjóðin hefur sagt sitt álit og ef að það er staðreynd að allir eurokratar Sjálfstæðisflokks hafi farið og kosið Samfylkinguna þá eru þeir nú ekki mjög margir. Því er engin ástæða fyrir VG að láta neitt undan eða Sjálfstæðisflokk að breyta stefnu sinni og hvað þá Framsókn að slá nokkuð af sínum kröfum. 

Síðan leikur mér enn einu sinni hugur á að vita hvað ætlar Samfylkingin að gera ef þjóðin segir nei hvert er þá mál B hjá henni til að bjarga okkur og líka hver er áætlun B ef að umsókn og aðildarviðræður leiða ekki til þessa stórkostlega efnahagsbata sem á að skella á um leið og þær hefjast.


mbl.is Stranda ekki á Evrópumálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekki hvernig þið getið sagt að Sjálfstæðisflokkurinn, sem er augljóslega klofinn í þessum málefnum (sbr. Illuga, Ragnheiði, Þorgerði og Bjarna semi evrópusinna en Sigurð Kára sem anti esb), sé 100% á móti ESB umsókn.

Svo er líka merkilegt að Semi-evrópusinnarnir lentu inni, á meðan Sigurður Kári , Anti-EU lenti úti í kuldanum .

Hlynur Davíð Stefánsson (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er að mínu mati svipuð uppsetning og að 29,8 % fylgi Samfylkingar þýði það að þjóðin vilji ganga í ESB

Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.4.2009 kl. 20:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þó ég sé Evrópusinni, þá hef ég ekki með nokkru móti getað séð að nýafstaðnar kosningar snérust um Evrópumál, að mínu mati er þetta mikil rangtúlkun á úrslitum kosninganna því ég held að fólk hafi fyrst og fremst verið með atvinnumálin og efnahagsmálin í huga.

Jóhann Elíasson, 27.4.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband