26.4.2009 | 12:03
Sigurvegarar kosninganna
Sigurvegari kosninganna er ekki Samfylking heldur VG þeir bættu sig vel og óska ég þeim til hamingju með það þó ég sé ekki fylgismaður þeirra.
Því er það augljóst að næstu stjórn ætti Steingrímur að leiða. Síðan hefst nú hin seinni barátta og það er gegn inngöngu í ESB það hefur ekki komið fram í umræðunni allavega er því ekki haldið á lofti að það er meirihluti þjóðarinnar sem er á móti svo ef að Framsókn vill fremja pólitískt harakiri þá berst hún fyrir inngöngu. Enn er nefnilega meirihluti þjóðarinnar með trú á sjálfan sig trúir því að með samstöðu og vilja komumst við yfir vandamálin. Það er bágt að leiðtogarnir hafi ekki sömu trú á sjálfum sér eða þjóðinni.
En nú er kosningum lokið til hamingju þeir sem komust inn. Munum síðan að menn verða dæmdir af efndum og verkum sínum en ekki loforðum sem oft vilja gleymast.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
VG fengu ekki það fylgi sem þeir vonuðust eftir og skoðanakannanir höfðu sýnt, því kalla ég þetta ekki kosningasigur hjá þeim þrátt fyrir afar gott gengi. Aftur á móti má ekki gleyma þeim flokki sem hvað stærstan sigur vann og það er að sjálfsögðu O.
Engir peningar, engin auglýsing samt fjórir menn inn (finnst reyndar frekar dulafullt að ÞB sé inni).
Ellert Júlíusson, 26.4.2009 kl. 12:20
Það er rétt hjá þér gelymdi því er komið í ljós hvort hann verður inni
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.4.2009 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.