Nú skal kjósa

Að þessum rituðu orðum loknum fer ég og kýs og ég held að ég kjósi rétt. Það er greinilegt að það á að láta fjölskyldurnar í landinu axla útrásarbyrðarnar meðan að það á að afskrifa 75% af skuldum fyrirtækja.

Það er hálf holur hljómur í svokallaðri vinstri stjórn sem að berst á móti því að heimilunum sé komið til hjálpar en býðst þó til þegar að allt er komið í þrot að fá þeim tilsjónarmann og lengja í snörunni að vísu heitir það aðlögun en það er ekki hægt að aðlaga sig að því sem að maður getur ekki á nokkurn máta gert.

Eitt að vandamálum yngra fólks er að það man ekki hvernig draumar vinstri stefnu voru í raun það voru góðir draumar svo góðir að þegar íbúar þeirra ríkja sem aðhylltust stefnuna komu til auðvaldríkjanna þá voru þeir með svokallaðan kommissar með sér svo að þeir strykju ekki. Hér gengu sovéskir dátar um göturnar í fylgd kommissara flokksins til að passa að þeir skiluðu sér aftur til skips. Þetta voru nokkurs konar tilsjónarmenn. Kannski að þaðan sé hugmyndin  að skipa okkur alþýðunni tilsjónarmenn komin.

Ég er búin að koma því niður í tvo flokka hvað skal kjósa og mun gera upp hug minn á leiðinni. Ég þakka öðrum flokkum fyrir að hafa gert mér ljóst með ummælum og aðgerðum að þeir væru ekki þeir réttu til að stjórna landinu til frambúðar.

Ég vil ekki láta segja mér ósatt ég er tilbúin til að fyrirgefa axarsköft ef að mér sýnist að heiðarleg yfirbót sé gerð. Ég vil jöfnuð en þó jöfnuð sem að hvetur fólk til sjálfsbjargar ég vil ekki land þar sem að ríkið segir mér hvenær ég á að vakna og hvenær ég á að sofna og hvað ég á að gera þess á milli. Ég set mannin ofar náttúrunni og ég trúi á frjálst og fullvalda Ísland og virði og gæti að arfleifð genginna áa minna sem að höfðu sömu sýn. Þetta mun ráða atkvæði mínu í dag

Síðan spái ég því að það taki því varla að loka kjörstöðum því svo stutt sé til næstu kosninga ef bara helmingurinn af þeim reyk sem að nú liðast upp úr leyndum djúpum munnmæla og kjaftasagna ef bara helmingurinn af því er sannur þá verður ekki hér búsáhalda bylting heldur eitthvað mikið meira og mikið fyrr en nokkurn grunar. Það hefur aldrei verið leiðtogum til góðs að blekkja og ljúga að þegnum sínum sannleikurinn kemur alltaf upp um síðir.

Gleðilegan kosningadag.


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig  núna: http://skraning.heimilin.is/

www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú gamli vinur og skólabróðir, ég fór að kjósa áðan þegar ég skoðaði kjörseðilinn sá ég bara engan sem verðskuldaði atkvæðið mitt svo ég skilaði bara auðu.  Ég held að atkvæðinu mínu hafi bara verið ágætlega varið í það minnsta fór það ekki í þessa vinstri kálfa, sem stýra þjóðarskútunni núna og gera ekkert af viti.

Jóhann Elíasson, 25.4.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband