25.4.2009 | 00:55
Hjálp hvað skal kjósa
Þegar ég skríð í koju núna þá mun ég biðja um æðri handleiðslu og draumfarir til að leiðbeina mér um hvað skal kjósa á morgun valið er nefnilega ekki auðvelt.
Sjálfstæðisflokkur Þeir voru jú á vakt í hruninu fjármál hafa verið að trufla þá og hafa verið í varnarbaráttu en varla er nú allt þeim að kenna en samt eins og þeir skammist sín enn.
Samfylking Ég trúi ekki að allt lagist við að ganga í ESB og það er eina málefnið sem að kemst að hjá þeim. Og þó engin muni það lengur þá voru þeir jú líka á vakt í hruninu.
Vinstri Grænir ég las greinina hennar Kolbrúnar í Fréttablaðinu No way ekki séns að ég kjósi þá nema að einhver geti verið mjög sannfærandi. S'iðan eru þeir að draga í land með eina málið sem hefði getað tryggt þeim mitt atkvæði en það er ekkert ESB.
Borgarahreyfingin ágætis fólk með góða framtíðar sýn en orð Þráins um listamannalaunin voru ótrúverðug sérstaklega í ljósi þess að þeir eru búnir að tala mikið um að aðrir eigi að taka til hjá sér. Ef maður vill að aðrir sýni fordæmi gerir maður það líka kannski dómharður hér en.
Ástþór hví ekki það yrði gaman að horfa á þingfréttir
Framsókn Virðast vera alvörugefnir finnst eins og lítið hafi verið gert úr þeirra tillögum sem eru nokkuð góðar þegar á allt er litið. Sigmundur lúkkar heiðarlegur og maður sá að Sif tók út fyrir þjóð sýna í dag en maður er enn svolítið skeptískur á að það sé búið að skúra allt.
Frjálslyndir Hef lengi verið fylgjandi þeim en það hefur verið þyngra en tárum tekur að fylgjast með hvernig flokkurinn hefur verið að sundrast en mörg góð málefni þar.
Nú bið ég um athugasemdir og hjálp við að ákveða mig stuttar og hnitmiðaðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver stefnan verður í Evrópumálum ræðst af því hver hlutföllin verða á milli Samfylkingar og VG. Það verður líklega sótt um á endanum en hvort menn reyna að ná góðum samningi (sem er ekki hægt) eða fegra vondan samning með skrumi veltur á því hver mun ráða hverju. Einnig hvort að við öxlum hvaða drápsklyfjar sem er til að styggja engan þar inni.
Svo bendi ég á að VG eru kannski furðufuglar en þó með hreinan skjöld og það ber að verðlauna en refsa hinum. Ég lít á það sem nokkurskonar fjárfestingu til framtíðar.
Það verður hvort eð er engin olía, hvað þá álver á þessu kjörtímabili. Kolbrún beið afhroð í prófkjöri og hefur ekki áhrif til að koma í veg fyrir olíuleit.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.