Hangir aðild á bláþræði

Það er ekkert leyndarmál að mér finnst þessi örvæntingarfulla ákefð í inngöngu í ESB orðin ansi athyglisverð. Samt finnst mér enn athyglisverðara að nú er okkur talið trú um að við missum af lestinni ef einhver ákveðin Svíi er ekki við stjórnvölin þegar við sækjum um svo ekki sé nú minnst á hann Olla sem tröllreið hér öllum fréttatímum með loforðum um snögga inngöngu sem siðar voru jafnóðum bornar til baka af batteríinu.

Er batteríið ekki faglegra en það að það þurfi að vera einhver sérstakur vinveittur stjórnandi til að við komumst inn sæmilega upprétt og verðum við þá fyrir einelti þegar að vinveittir eru ekki svið stjórn. Ég hélt að þetta væri lýðræðisbatterí sem færi eftir einhverjum lögum og reglum og það hefði engin áhrif hver er í stjórn á stefnu þeirra og viðmót við umsækjendur. Væri gaman að fá útskýringu á þessu hjá einhverjum fróðum ESB sinna. Og VG eru að mínu mati að takast að gera sig ótrúverðuga í andstöðunni við ESB og koma varla til greina sem valkostur hjá þeim sem að eru algjörlega á móti ESB.
mbl.is VG ekki tilbúinn í aðildarviðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er gott að vita af vinveittum Svíum og Finnum, en til nokkurra ára verður það okkar helsta verkefni að fjölga vinum út um alla Evrópu. Ekki veitir nú af.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.4.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

En á vinátta að skipta einhverju máli í þessu þetta er faglegt viðskiptabandalag ekki einhver vinaklúbbur og ef einhverjir hafa snúið baki við hinni Íslensku þjóð vegna gönuhlaups ógæfusamra útrásarvíkinga eru þeir hinir sömu ekki vinir í raun og lítið á þeim að byggja. En er samála þér að við eigum að rækta vináttu við aðrar þjóðir og þá sem flestar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.4.2009 kl. 23:38

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það er tilfinningamál hjá mér (VG) að þjóðin sjálf fái að kjósa um aðildarviðræðurnar ...útkomuna!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:20

4 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þeir eru að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:35

5 identicon

Ljúfir eru Evrópudraumar.... ein þjóð, ein rödd, ein forusta

http://www.calvin.edu/academic/cas/gpa/posters/neueeuropa.jpg

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband