18.4.2009 | 22:42
En þjóðin.
Mér finnst vanta í fréttina hvað þjóðin vill en kannski er það eins þar og hér að þeir sem eru dáleiddir af sambandinu eru ekkert að pæla í þjóðarvilja og ef hann er ekki þeim þóknanlegur þá kjósa þeir bara aftur já og aftur og jafnvel einu sinni enn. En ef að eitthvað sem að hentar Evrópu sinnum er þeim hagfellt þá má aldrei kjósa aftur. Enda er víst ekki svo gott að komast út aftur var það ekki einhver sem sagði eitthvað þessu líkt fyrr langa löngu að rúmur væri konungsgangur til inngöngu en frekar þröngur til brottfarar.
Danir nálgast evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú lest fréttina þá sérðu að þeir ætla að bera þetta undir þjóðina í haust. Held að Danir almennt geti nú varla verið á móti, því Danska krónan hefur verið bundin evruni með litlum frávikum frá því að evran kom fram. En Danir sjá að það er of dýrt fyrir þá að verja gengi svona lítils gjaldmiðils.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 22:57
P.s. svo er tengill þarna neðst í fréttinni inn á viðtöl við ýmsa Dani um þetta. Þar má m.a. lesa:
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.4.2009 kl. 22:59
Takk sá það ekki. ekki eru þeir Danir sem að ég þekki mjög áfjáðir í Evruna en kannski sækja líkir líkan heim. En svo er stóra spurningin hvað verður um blessaða Evruna núna þegar að kreppan dýpkar því að mínu viti er hún bara rétt að byrja. Hvað verður um Lettland ekki virðist vera þeirra í sambandi ætla að hjálpa þeim og þær fréttir hafði ég síðast frá Írlandi frá manni sem flutti héðan og heim að ástandið þar væri í raun verra en hér. Svo að það verður áhugavert að sjá hvernig þessi atkvæðagreiðsla fer þegar þar að kemur. Ég spái mun meiri einangrunarhyggju þjóða í náinni framtíð.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.4.2009 kl. 23:51
Jón, danir eru ekki áfjáðir í evruna, er rétt ályktað. En sú skoðun (margra) dana er ekki byggð á efnahagsvangaveltum, heldur á hreinni og skærri þjóðernis"hyggju".
Magnús, það getur verið að það sé málfræðilega rétt að segja að danska krónan sé tengt evrunni, en þá er líka málfræðilega rétt að tala um að evran sé tengd dönsku krónunni. Að orða þetta svona er afrakstur af þeim barnalega einfaldleika og miskilningi sem litar alla umræðu á Íslandi um evru. Evra í þessum skilningi er einfaldlega pappírssnepill með tölu á sem hægt er að eigna sér og hagræða að vild. Svo einfalt er þetta ekki. EMU sem því miður hefur verið þýtt ranglega yfir á íslensku sem Evrópskt "myntbandalag" er samkomulag um náið efnahagslegt samstarf Evrópusambandsþjóða ætlað að tryggja stöðugleika, sameiginlega vaxtastefnu og gagnkvæmt efnahagslegt eftirlit. Evran sem mynt er aðeins andlitið á þessu samkomulagi (EMU) sem er órúfanlega bundið Evrópusambandsþjóðum. Danir eru fullgildir aðilar að EMU sem og aðrar Evrópusambandsþjóðir en hefur þó ekki gengist undir síðasta lið EMU samkomulagsins, sjálfa myntbreytinguna.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 09:13
Þakka athugasemdina Thor en er þá nokkuð til fyrirstöðu að við einfaldlega segjum að við fasttengjum okkar mynt við Evru eða Dollar með ákveðnum vikmörkum og höldum samt enn sjálfstæðri peningastefnu það er þá hægt að beita þeirri leið að breyta tengingunni ef að allt er að fara í kalda kol. Grunnurinn er náttúrulega betri peningastjórn sama hvað myntin heitir því það er rétt sem þu segir að mynt sama hvað hún heitir er bara ávísun á verðmæti og svo lengi sem að verðmætasköpun er ekki innistæða fyrir velmegun er sú velmegun byggð á lánsfé og þar af leiðandi á sandi. Við verðum alltaf að hafa möguleika á því að mínu mati að geta aðlagað okkur sveiflum meðan að undirstöður okkar eru eins og þær eru kannski breytist það í framtíðinni en þó varla fyrr en að það verður orðið vel grænt á torfunni yfir hausnum á manni. Heldurðu til dæmis að Lettar hafi það af án þess að rjúfa tenginguna og fella gengið lágt gengi og því sem því fylgir er betra en miljónir atvinnuleysingja og sú ólga sem að það skapar. Sú ólga leiðir síðan út í Evrópu þegar fólk fer af stað í leit að vinnu og skekur vinnumarkað í þeim löndum sem það leitar til og getur leitt til algjörs kerfishruns. Það hefur sést í sögunni að alþýðan hefur bara ákveðin þolmörk áður en hún grípur til sinna ráða.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.4.2009 kl. 12:28
Ég held ekki einhliða tengingar séu sérlega góður kostur því það er engin stýring í að læsa gengi við annað gengi ef baklandið ekki fylgir með. Ég held við verðum að sætta okkur við krónuna í nánustu framtíð og treysta þeirri efnahagsstjórnun sem nú er í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ég hef persónulega ekkert traust til íslenskra stjórnvalda á þessu sviði.
Af sömu grund, held ég að lettar séu best settir með að stýra sjálfir sínu gengi. En ég skil mjög vel afhverju þeir halda svo fast í tenginguna. Það er jú frumskilyrði til að geta náð þeim markmiðum sem þeir hafa og þá verður að færa þær fórnir sem til þarf. Þar að auki er atvinnuleysi ekki versti óvinur sammfélags. En samfélagið verður að vera tilbúið til að takast á við tímabundið atvinnuleysi. Það eru flestar Evrópuþjóðir í dag. Þökk sé meðal annars samstarfi þjóða í Evrópu. Ég er því ekki alveg sammála þér með framtíðarspánna um nokkursskonar nútíma fólksflutninga í Evrópu.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:02
Það sem ég tók eftir í fréttaskýringunni þá var útflutningur Dana innan við 50 %. Það þýðir að þeir eru ekkert háðir Evrumyntinni.
Ég hef lesið að fórnarkostnaður þeirra við fasttengingu Dönsku krónunar við Evruna með 2% fráviki, kosti þá 40.000 störf á ársgrundvelli. Skelfilegt ef satt er.
Ég held að dönum sé betur borgið með sína krónu, heldur en Evru. Best er fyrir þá að fara að dæmi Grænlendinga og segja skilið við ESB.
Síðan þeir gengu inn 1973 þá hafa þeir verið á undanþágum frá ESB varandi t.d. skattprósentur og hafa sett verndartolla.
Eggert Guðmundsson, 19.4.2009 kl. 20:52
Það verður fróðlegt að fylgjast með rökum og gangrökum þeirra í Danaveldi. En varðandi þjóðflutninga held ég að þeir séu þegar byrjaðir samanber þann fjölda fóks sem að flutti hér á klettinn í uppsveiflunni og er ekkert að fara aftur
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.4.2009 kl. 21:00
Eggert. 50% útflutningshlutfall framleiðslu er sjálfsagt ekki fjarri lagi. En ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara með að danir séu ekki háðir Evru að því leyti?
"...fórnarkostnaður þeirra við fasttengingu Dönsku krónunar við Evruna..."
Enn og aftur þessi miskilningur om fasttengingu... :-( Danmörk er aðili að EMU og hefur verið það frá upphafi! það er því nær útilokað að reikna út í tölum hvernig það væri ef þeir ekki væru það. En það efast ENGIN um að það væri óhugsandi möguleiki! Að taka upp Evru myntina eru ekki allir sammála um. En það er ekki byggt á neinum efnahagsreikningum eða atvinnuleysistölum. Það er hreint tilfinningamál! Reyndar er engin efi að upptaka Evru myntarinnar myndi spara töluvert og vera hægindarauki í fjármála- og fyrirtækjarekstri en einnig fyrir einstaklinga. En þau rök er erfitt að nota á móti tilfinningum.
Grænlendingar eru ekki fullgildir meðlimir af ESB en þeir eru með sérstakan "útkanta"sáttmála (í vöntun á betra orði) við ESB sem tryggir þeim háa styrki og greiðslur fyrir veiðiheimildir sem ofan á fjármagnið frá Danmörku gerir það að verkum að Grænland getur staðið fram sem sjálfstætt ríki í danska konungsveldinu. Það er því fjarstæða að nota Grænland sem einhverskonar samanburðaland í umræðum um ESB eða Evru.
Þú nefnir tvö orð; "atvinnuleysi" og "undanþágur" í athugasemd þinni. Hvorutveggja ákaflega neikvæð orð í íslensku máli og samfélagi. Nánast samnefnarar fyrir eitthvað sem ekki virkar. Ég vil gjarnan reyna að útskýra afhverju það ekki er tilfellið (í sama mæli) t.d. í Danmörku:
Fyrst "Undanþágur". Það er nær ógjörningur að setja reglur án undanþága. Í Skandinavíu er mikið "regluflæði" sem er hreint ekki eins neikvætt og við íslendingar höldum það sé. Það er einnig tilfellið í ESB. Undanþágur eru því mjög eðlilegur hluti af reglugerðum og í allri umgengni við reglur. Allir danir hafa á einum eða öðrum tímapunkti sótt um undanþágu frá reglu. Í ESB er einnig mjög eðlilegt með undanþágur í öllu mögulegu samböndum. Það þýðir ekki að reglugerðirnar ekki virka! Undanþága er aðeins beiðni um sérákvæði á reglu vegna sérstakra aðstæðna. Í því sambandi bendi ég á hið sanna máltæki "Engin regla án undantekninga".
"Atvinnuleysi". Þetta orð hefur skelfilegan hljómburð á íslensku. En að verða atvinnulaus í Danmörku er hreint ekki það versta sem getur hent mann. Það er leiðinlegt, en aðeins tímabundið ástand sem oft hefur góða hluti í för með sér. Danmörk hefur líklega einn sveigjanlegasta atvinnumarkað í Evrópu. Að vera atvinnulaus er því ekkert tiltökumál. Með háum sköttum er öllum tryggt sómasamlegs lífsviðurværis. Atvinnulaus heldur öllum réttindum og ávinnur sér réttindi á meðan atvinnuleysi stendur. Sumarfrí, veikindaleyfi, orlof osfr osfr.
Í hagfræðilegu tilliti er atvinnuleysi heldur ekki sú grýla sem við íslendingar teljum að það sé. Ákveðinn hluti fólks er að einum eða öðrum hætti ekki vinnufært eða illa búið til að stunda fasta vinnu. Enn aðrir eru á vitlausri hillu starfslega séð eða á annan hátt ekki nógu framleiðnir í starfi. Ef ég man rétt þá er talið að ef atvinnuleysi fer undir 10% þá byrjar framleiðni þjóðarbús að lækka verulega. Það eru ekki mörg lönd í Evrópu sem hafa haft jafna háa framleiðni og Danmörk. En síðustu 2-3 ár hefur framleiðni þjóðarbúsins lækkað verulega. Það vantaði virkilega fólk í vinnu. Þó atvinnuleysið væri rúm 2%. Eftirlaunaaldur hefur því verið hækkaður á ný til að fá fleirra fólk í vinnu. Atvinnuleysi er nú tæplega 5% ef ég man rétt. Samt munu 700-800 þúsundir nýjar ráðningar eiga sér stað á næsta ári þrátt fyrir ástand á fjármálamörkuðum og allar spár benda á vöntun vinnuafls í framtíðinni.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:00
Þakka lærdómsríkar athugasemdir Eggert og THor. Þakka linkinn Hilmar ég trúi fastafulltrúanum nokkuð vel en ég trúði líka ISG og GH og meira að segja nokkurum fleiri fyrir ekkert mjög löngu siðan.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.4.2009 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.