Krónubréf og lífeyrissjóðir

Mér fannst athyglisverð athugasemd sem að ég heyrði í útvarpi á leið heim í dag hvort gæti verið að lífeyrissjóðir landsmanna væru í raun stærstu eigendur krónubréfa sem eru að sliga hér allt. Það skildi þó ekki vera að ein af ástæðunum fyrir risa vöxtum væri þetta allavega er ASÍ og önnur samtök launamanna ekkert að fara álímingum yfir þeim byrðum sem landsmenn þurfa að bera. Það væri gaman ef  hægt væri að finna út úr þessu. Kannski er ástandið eins og það er til að bæta lífeyrirsjóðum tapað fé.

Annars er ég farin að skilja betur stefnu lífeyrissjóðanna og stjórnvalda varðandi áhugaleysi þeirra á að bæta úr óréttlætinu. Báðir vilja jú sennilega að flestir vinni sig í hel eða gangi fyrir ætternisstapa í vonlausri baráttu við baggann sem búin var til úr bólu sem varð til með fikti i gengi og upplognum verðmætum fyrirtækja. Geispi greiðendur golunni er jú hægt að stinga aurunum í hítina. Sniðugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband