13.4.2009 | 19:26
Ráð til Framsóknarflokks
Ég ætla mér að gefa Framsóknarflokki það góða ráð að láta af stuðningi við ríkisstjórnina strax i fyrramálið þannig að þing verði rofið með því móti er von til að þeir komist hjá því að biða algjört afhroð í komandi kosningum Samfó og VG hafa dregið þennan annars ágæta flokk á asnaeyrunum og gera síðan stólpagrín að þeim. Framsókn hefur þó reynt að koma með tillögur að lausnum og má eiga það. En sýnið nú kjark og hættið að verja stjórnina falli núna strax eftir páska það bjargar engu en sýnir kannski að þið hafið bein í nefinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þessi þjóð ekki búin að kynnast því nógu vel að eftir bjargráð framsóknar þarf margar vinnufúsar hendur til að moka flórinn?
Árni Gunnarsson, 14.4.2009 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.