Mál að linni

Ætlar þessi umræða að koma algjörlega í veg fyrir að við fáum eitthvað að vita um stefnumál flokka fyrir kosningar. Það er afleitt að fjölmiðlar láta fallast á sverð smjörklípu aðferðarinnar og afvega leiða sig frá því sem að skiptir okkur máli. Það er framtíðin sem að skiptir okkur máli fortíðin er liðinn og einungis til að draga lærdóm af.

Allir þessir styrkir voru löglegir og ég er í raun hissa á mönnum að skila þeim það er ekkert rangt við þá þeir geta vel verið siðlausir en hvað er siðlausara að taka við fimm miljónum eða 30 eru einhver mörk á mútum ef menn halda því fram að þetta séu mútur. Það er þá ekki verið að kaupa greiða ef greiðslan er undir einhverri upphæð þá er það bara eðlileg gjöf en er þetta ekki allt undir sama hatti ef menn eru þannig þennkjandi.

Spyrja má sig síðan hvort að stjórnmálaflokkar eigi yfirleitt að þiggja styrki. En mér finnst skuldir þeirra alvarlegri og finnst alveg stórskrýtið að það skuli ekki skoðað því að það er í mínum huga morgunljóst að sá sem að skuldar einhverjum miljónir er þræll skuldunautarins það er mikið meiri hætta á misbeitingu þegar hætta er á að skuld verði innheimt. Því á það fyrirtæki sem á milljóna skuld hjá stjórnmálaflokki mun líklegra til að fá gott veður en fyrirtæki sem að gaf sama flokk pening það getur ekki tekið peninginn til baka en hamar skulda innköllunar vofir alltaf yfir skuldaranum. Þetta ætti að skoða líka.

En fyrst og fremst á að skoða hvað á að bjóða okkur uppá í framtíðinni en vera ekki að velta sér í drullu fortíðarinnar hún er liðin og nóg af verkefnum farmundan. 


mbl.is Fengu meiri styrki árið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll félagi og gleðilega hátíð.öfugt við þig þá gleðst ég óskaplega yfir þessarri umræðu.ekkert mál er að lofa öllu fögru fyrir kosningar.enn minna mál er að saka andstæðinga um að ganga annarlegra erinda.nú er komið á daginn að flokkurinn sem leiddi herferðina gegn BAUGSVELDINU og sakaði alla þá sem dirfðust að andmæla heilagri skoðun leiðtogans var kostaður af þessu veldi sjálfur.vandræðagangurinn í kringum þetta mál er slíkur að ég get varla beðið í 2 vikur eftir niðurstöðunni.verð ekki heima á kosningadag því miður þar sem ég í þessu árferði sem þessi flokkur öðru fremur skapaði verð að sigla töluvert meira en ella.en ég mun heilsa upp á þig eftir kosningar.lifi búsáhaldabyltingin

páll heiðar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Njóttu frísins Palli minn ég veit það af eigin skinni að undir vinstri stjórn verðurðu að sigla allt árið

gleðilega paska

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2009 kl. 20:32

3 identicon

sæll aftur.ekki er ég í fríi er á netinu um borð.hef þurft að sigla nánast linnulaust síðan nýfrjálshyggjan hrundi í haust

páll heiðar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

þu færð þó eitthvað fyrir það núna sem ekki verður í haskatta stefnu skallagríms og félaga :)

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.4.2009 kl. 21:15

5 identicon

Aumingja Sjálfstæðismenn!

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:40

6 identicon

valsól:satt segirðu þetta eru fullkomnir aumingjar.

félagi Jón:á næsta skattseðli þínum stendur:þessi seðill var styrktur af einkavinavæðingu og nýfrjálshyggju

páll heiðar (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:54

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt hjá þér Jón að það sem er liðið sé liðið og nú sé kominn tími á að við fáum að heyra meira í fjölmiðlum um stefnumál flokkana. Ég get þó ekki fallist á að stjórnmálaflokkar ættu e.t.v. ekki að þiggja styrki því fjármagna þarf baráttuna auðvitað með þeim.

Vertu nú ekkert að taka mark á henni Valsól, Jón minn. Hún þorir ekki að koma fram undir nafni með hatur sitt á Sjálfstæðisflokknum.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband