1.4.2009 | 12:01
Atvinnuleysi er böl
Atvinnuleysi er böl og það er skelfilegt hvað mikill fjöldi fólks er atvinnulaus nú um stundir.
Þess vegna er furðulegt að heyra dæmi og það fleiri en eitt um að fyrirtæki fái ekki fólk til vinnu og þegar talað er við fólk þá sé enginn áhugi á að ráða sig til vinnu. Nei ég ætla að sjá aðeins til er mjög algengt svar.
Það skildi þó ekki vera að hér sé að skapast tvö hagkerfi eins og tvö gjaldmiðilskerfi það er hagkerfi þar sem fólk er á bótum og vinnur síðan svart til að hámarka það sem að það getur fengið frá kerfinu.
Hér er að vísu um að ræða fyrirtæki þar sem fólk þarf að nota hendurnar og fær ekki miljónir á mánuði en það breytir því ekki að þar er um vinnu að ræða og atvinnuleysisbætur eru neyðaraðstoð ekki sjálfsagðar launagreiðslur frá Íslenskum skattgreiðendum.
Tveggja milljarða bætur greiddar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.