Hverjir eru hræddir

Ég vil ekki meina að andstæðingar ESB séu neitt hræddir en aftur á móti virðist einvera og sjálfstæði hræða marga sem þá vilja hlaupa í faðm Evrópumaddömunnar.

Nú er verið að ógna okkur með því að tvö verðmætustu fyrirtæki okkar geti farið úr landi. Er eitthvað sem stoppar þau í að fara úr landi þó við göngum í ESB. Eeinhver svarar þeirri spurningu játandi vil ég fá svar við því hvað mundi stöðva þau í að fara úr landi og í framhaldi hvers vegna fyrirtæki i ESB flytja starfsemi sýna frá Evrópu og út úr sambandinu.

Svarið er græðgi og sífellt óraunhæf krafa um ávöxtun sem að lítið hefur skánað alla vega enn. Fyrirtæki nefnilega flytja sig þar sem rekstur er ódýrari reglur minni og gróði meiri sem sagt þangað sem að þau geta fengið meira fyrir minna og það mun ekkert breytast þó að við göngum í ESB. Eða mundi innganga í ESB breyta einhverju um hvort að fyrirtæki flytur sig til Indlands eða Kína ó nei.

Frjálst og fullvalda Ísland fyrir mig Já takk


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband