Fólkið sem flýr land.

Það dynur á okkur núna að unga fólkið muni flýja land Fólk með langa háskólamenntun muni flytja hér burt í umvörpum. Ég er ekki alveg sammála þessu og hvers vegna.

Hingað hafa komið aðilar frá útlöndum sem bjóða fólki flýtimeðferð á atvinnuleyfum vinnu fyrir maka og önnur góð boð vilji viðkomandi flytja til Kanada til dæmis eða Noregs. Eftir hvaða fólki er verið að sækjast jú iðnmenntuðu fólki fólki með réttindi í faggreinum ég sé ekki að það sé mikið verið að sækjast eftir löglærðum eða fólki með menntun á viðskipta sviði. 

Það er því mun meiri hætta á  landflótta miðaldra karlmanna frá landinu vegna þess að í þeim hópi eru flestir þeir sem faglærðir eru hér á landi. Það hefur ekki verið í tísku að læra iðn eða stunda störf sem að krefjast handþvottar eftir vinnu hér á landi síðustu árin. Það er síðan líklegt að fólk í námi snúi ekki heim á næstunni en við skulum hafa í huga að það er kreppa úti líka og sömu vandræði herja þar að miklu leiti.

Ég tel því mun meiri hættu á skorti á iðnaðarmönnum hér í framtíðinni heldur en fólki með langskólamenntun og að það verði mun meira vandamál að fá gert við vaskinn hjá sér heldur en að fá einhvern til að lögsækja náungan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að svo gæti orðið. Eftir daginn í dag er ég þó að mörgu leyti orðinn bjartsýnn eftir hinar jákvæðu fréttir um atvinnusköpun stjórnarinnar sem og upprætingu spillingar í Kaupþingi.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband