Hvers vegna

Hvers vegna eru allir svona vissir um að traust aukist á okkur við að ganga í ESB. Hvað er það sem breytist varðandi það hversu traustvekjandi við erum. Ég bara hreinlega get ekki komið auga á það ég er sá sem ég er í dag og þó við göngum í ESB er ég hin sami áfram og svo á um við okkur öll.

Það er einna helst að fólk eigi við að traust aukist á okkur vegna þess að innganga sé valdaafsal og við ráðum okkur þá ekki sjálf og því sé hægt að treysta okkur eftir að við göngum í batteríið. Ég sé enga aðra ástæðu fyrir því að traust ætti að aukast bara við það að ganga í ESB. Það er sagt að við höfum hvort eð er allt regluverkið við höfum aðgang að innri markaðnum svo að eina sem vantar er fullur aðgangur að stjórnsýslunni. Hvernig á sá aukni aðgangur að auka traust á okkur ég bara ekki fatta.Varla vill ESB fá sjármálaóreiðu pésana til að sjórna ESB og ef þeir vilja það þá hljóta þeir að treysta okkur nú þegar.

Aftur á móti er ein staðreynd sem að er mér ofarlega í huga það er að í uppsveiflunni þá fór meiri hluti allra í menntun sem að átti að leiða fólk í störf í hinum ósigrandi fjármálageira í dag er frekar lítil framtíðar sýn fyrir fólk með þessa menntun en myndi breyta allnokkru ef að við myndum ganga í batteríið og þurfa að senda her manns þangað til  að gæta hagsmuna okkar sem að í raun við hefðum orðið harla lítið um að segja að mínu mati.En það myndi sennilega skaffa nokkurum hundruðum með góða menntun ágætlega borgaða vinnu í sæmilega tryggu umhverfi.


mbl.is Aðild ekki valkostur heldur nauðsyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Goldman

Traustið eykst vegna þess að þú ert kominn með trúverðugan gjaldmiðil. Um það snýst málið.

Goldman, 5.3.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ESB mun skapa okkur svo góða óefnislega eign sem við getum skráð í bókhald ríkisins og þannig mun verðmæti krónunar aukast.

:D

Fannar frá Rifi, 6.3.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gjaldmiðill er einfaldlega pappír sem er ávísun á verðmæti séu verðmæti ekki til staðar er gjalmiðillinn bara pappír ekkert annað. Þannig að ég skil ekki enn hvernig pappír getur unið sér inn traust. Það er framleiðslan á bakvið pappírinn og fólkið sem að vinna traustið. En fjárglæframennska sem eiðileggur það eins og til dæmis verður sennnilega fljótlega með aðra gjaldmiðla.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.3.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband