ESB ESB ESB

Ég er farin að velta fyrir mér ég sé eitthvað skrítinn eða hvort að það sem að mér finnst er rétt. Hér á ég við stöðugan flutning fréttamiðla sem að mínu mati dæla yfir okkur ESB áróðri daginn inn og daginn út allt til að styðja aðild varla fjallað um galla aðildar.

Á leiðinni í vinnu í morgun var nauðsyn þess að ganga í ESB tíunduð í ljósvaka miðlinum og á leiðinni heim var nauðsyn þess að ganga í ESB tíunduð í sama miðli. Blöðin eru upp full af nauðsyn þess að henda krónunni og ganga í ESB fræðimenn eru sannfærðir um að ganga í ESB stjórnamálamenn eru sannfærðir um að við verðum að ganga í ESB. En ég er ekki viss um að hin almennu Jón og Gunna vilji það en það hefur bara enginn áhuga á þeim þau eru nothæf til að borga skatta og til að halda uppi þjóðfélaginu með sköttum sínum.

Jón og Gunna eru hin menntaða millistétt það er sá hluti hennar sem að er með menntun sem að dags daglega gengur ekki undir nafninu góð menntun þar á ég við iðnmenntað og framleiðslumenntað fólk með öðrum orðum fólk sem að þarf að þvo sér um hendur eftir vinnu.

En hvers vegna þessi mikli þrýstingur á að æða inn i ESB jú aðalrökin eru að við öðlumst traust við að sækja um. Hvers konar endemis þvæla er þetta ef að ég bregst trausti einhvers vinn ég það aftur með því að ganga í einhvern Rotary klúb eða frímúrara reglu. Nei ég vinn það til baka með gjörðum mínum.

Við vinnum ekkert traust með því að ganga í ESB við vinnum traust með því að sýna heiminum að við ætlum að borga það sem okkur ber og als ekki að láta troða á okkur sem að þýðir að við ætlum ekki að borga það sem okkur ber ekki að borga til þess að gera þetta þurfum við ekki að ganga í ESB við gerum þetta sjálf og sem Íslendingar. Við ávinnum okkur síðan traust með því að taka á okkar málum innanlands verja þá sem minna mega sín og vera öðrum góð fyrir mynd á því hvernig þjóð vinnur sig út úr kreppu með því að fylgjast með þeim sem minna mega sín og reyna að koma sem flestum heilum í höfn þó að vitað sé að það verði ekki allir sem þangað ná því miður.

Menn vilja taka upp evru enda er krónan handónýt eftir því sem að sagt er. Að mínu mati er krónan als ekkert ónýt og í raun einn af þeim hlutum sem að nýtist til að sveiflujafna hér. Eins og ég skil þetta og gott væri að einhver leiðrétti mig ef að það er rangt hjá mér. Ef við skiptum yfir í evru i dag þá jafngildir 1 evra 144 ISK þetta myndi þýða að um alla framtíð yrði hin Íslenska evra 144 sinnum verðminni heldur en sú sem að í gildi er í hinum stóra heimi. Þannig að ef að það tekur Þjóðverja eina mínútu að vinna sér fyrir einni evru myndi það taka mig 144 mínútur að vinna fyrir sama verðmæti. Svona skil ég þetta og væri gott ef að einhver myndi sýna mér fram á annað. 

Meira liggur mér nú á hjarta varðandi ESB en það býður næsta bloggs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband