Afhverju er ekki buið að birta gögnin

Þann 17 nóvember skeði þetta á alþingi.
 "Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd og krefst þess að gögn er varða lánsumsókn til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem og um Icesave deiluna verði lögð fram og gerð opinber"

Nú er sá hin sami Steingrímur í stjórn en ekki hef ég tekið eftir því að þessi gögn hafi verið gerð opinber. Er þá ekkert að marka stóru orðin. Svo væri gott að fá að vita hvort og hvenær stendur til að lækka vexti hér á landi


mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Gústafsson

Ég verð að segja að þetta er bara nokkuð góð ábending sem ég vona að sjálfur Steingrímur lesi.

Ég styð þig í þessari kröfu. Í það minnsta verður hann að gefa skýringu á því af hverju hann birtir ekki gögnin sem samþykkt voru, eða segi að það sé ,,trúnaðarmál" og þá af hverju það er trúnaðarmál.

Gústaf Gústafsson, 26.2.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Það er ekki sama að vera í stjórn eða stjórnarandstöðu í því síðarnefnda er hægt að gagnrýna allt og engin ábyrgð en þegar í stjórn er komið þá skulu menn bera ábyrgð. Allir hafa sakað Davíð um að halda stýrivöxtum háum, nú er Davíð farinn og hverjum á þá að kenna um. Kannski Steingrími? Steingrímur situr eins og stilltur skóladrengur þarna á fundinum með AGS fólki sem hann ætlaði að senda heim með frímerki á rassgatinu (áður en hann komst til valda).

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Steingrímur er allavega tvíklofinn persónuleiki: Steingrímur stjórnarandstæðingur og Steingrímur ráðherra og stjórnarsinni. Tveir mjög ólíkir persónuleikar sem greinilega vita ekki af hvor öðrum.

Gísli Már Marinósson, 26.2.2009 kl. 22:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og flestir hafa tekið eftir þá er höfuð hans að mestu óvarið - það virðist vera að eitthvað hafi komið fyrir höfuðið á honum þegar hann komst í ríkisstjórn og varð ráðherra.

Jóhann Elíasson, 26.2.2009 kl. 22:32

5 identicon

klofinn persónuleiki - klofinn já - þetta með persónuleikann - held að hann sé í mauki.

orð hans fyrir og eftir ráðherrastól - geðklofi - eða eitthvað annað - veit það ekki - kanski er hann bara ómerkilegur - hver veit ? Skoðið blað sem ber heitið Orð þeirra og efndir sem var gefið út fyrir mörgum árum og fjallaði um gömlu kommana fyrir ráðherrastóla og í ráðherrastólum - það eru mörg ár síðan en allt er eins hjá kommunum.

Ólafur I Hrólfsson 

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband