19.2.2009 | 23:58
Sammála! eða?
Það gengur ekki að alþýða landsins það er sá hluti hennar sem að ekki er með svokallaða góða menntun sé lengur óupplýst um hvernig lýðræðið virkar og til að geta tekið þátt í hinu virka lýðræði verður að endurmennta skrílinn. En við skulum nýta okkur að þetta hefur verið gert annarstaðar og við þurfum bara að sækja upplýsingar frá fyrirmyndunum i endurmenntun til að spara dýrmætt fé.
Skulum byrja á Rauðakveri Maos síðan smá dash af endurmenntun Rauðu kmerana og svo er stöðug allsherjar endurmenntun í Norður Kóreu. Gott að þurfa ekki að vinna þetta frá grunni og geta sótt í reynslubrunna þjóðanna.
En hvernig er hægt að kenna lýðræði? Er þá kennd ein stefna sem er lýðræði. Ég hef alltaf talið að lýðræði væri fólgið í frjálsri hugsun og rétti manna til eigin skoðana svo lengi sem að þær rúmast innan ramma laganna. Síðan eru kosningar þar sem að meirihlutinn hefur völdin
Orðin að það þurfi Jafnvel að byrja þurfi frá grunni, í skólakerfinu; á gagnrýnni hugsun, siðfræði og heimspeki til þess að við verðum öll hæf til þess að taka þátt í lýðræðinu" Þessi orð minna mig frekar á pólitíska innrætingu og innleiðingu rétthugsunar því hver hefur vald til að ákveða hvað er gagnrýnin hugsun og hvað ekki. Á að taka kosningaréttin af þeim sem ekki hafa hina réttu gagnrýnu hugsun og verður krossapróf á kjörstað til að ákveða hvort fólk er hæft til að hafa kosningarétt í hinu nýja lýðræði.
Sjálfstæðismanni þykir það gagnrýnin hugsun að hugsa upp leiðir til að einkavæða meðan að vinstri menn telja það gagnrýna hugsun að kveða niður kapitalisma. Hver ætlar síðan að taka sér vald til að ákveða hvort er rétt.
Tel að fólk sé aðeins farið að missa sig í allri þessari lýðræðisumræðu sem að tröllríður þjóðfélaginu í dag og að það sé orðin alvöru hætta á að einhverju bráðræðis slysi sem að illa yrði aftur tekið.
Allsherjar endurmenntun nauðsynleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.