15.2.2009 | 21:07
Hefur þetta ekki heyrst áður
Ég fletti mér til gamans alveg aftur til ráðherratíðar Sighvats o jú þetta hefur heyrst oft áður og ef það hefur virkað í öll skiptin þá er svo komið nú að hér er engin lyfjakostnaður heldur lyfjainnkoma en sennilega hefur sparnaðurinn ekki virkað en þetta hljómar bara svo vel og virðist í fljótu bragði ekki lenda á neinum
Ein spurning frá því að ég hætti á bleyju (það er hafði aldur til að hlusta á útvarp) hefur aldrei mátt breyta neinu ekki einu sinni málningu á hurð í heilbrigðisgeiranum án þess að það verði allt vitlaust. Nú er þögn eins og í kastalanum eftir að Þyrnirós stakk sig á snældunni.
Hver verður prinsinn sem vekur upp andófið aftur það skildi þó ekki vera prins Ögmundur þegar að næsta ríkisstjórn tekur við og Ögmundur tekur aftur við formennsku í stéttarfélagi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum.
Lyfjaútgjöld lækka um milljarð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ætlar formaður BSRB, Ögmundur Jónasson að lækka laun hjá sínum félagsmönnum? Við skulum ekki gleyma því að hann er ennþá formaður BSRB en bara í 3 mánaða hléi....Það yrði nú saga til næsta bæjar eða landa ef formaður í stéttarfélagi færi gegn hagsmunum félagsmanna sinna sem heilbrigðisráðherra....
Nú er sagt að kostnaður í heilbrigðiskerfinu sé um 70% launakostnaður. Ég get þá ekki séð annað en laun eigi að lækka til þess að ná þessum gríðarlega sparnaði í kerfinu...
Þetta segir okkur að stjórnmálamenn eða konur eiga ekki að sinna öðrum störfum eða stöðum.
ÖSSI, 16.2.2009 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.