Bjargar lenging málunum?

Er það björgun að lengja í lánum fólks ég tel svo ekki vera í mörgum tilfella.
Það er eins með fólk og fyrirtæki að sé ekki til fyrir lánum og launum í dag er meira en líklegt að ekki verði til fyrir launum og lánum eftir mánuð hvað þá sex mánuði. Því gæti það verið hagstæðara fyrir skuldara að fara strax í þrot heldur en að draga það í einhverja mánuði.
Ég set því mikið spurningar merki við lengingu lána það er ekkert grín að horfa fram á greiðsluþrot en það er heldur engum greiði gerður með því að framlengja kvölina. 
Niðurfelling verður alltaf óréttlát nema að fellt verði niður jafnt hjá öllum og hvað á þá að gera við þá sem að ekkert skulda þetta verður aldrei líklegt til að stofna til friðar í samfélaginu.

Nú er ég engin hagfræðingur en gaman væri ef einhver nennti að mótmæla þessu það væri mikið til þess vinnandi að hægt væri að bjarga fólki en það verður þá að vera einhver alvöru björgun ekki bara lenging á þjáningu og kvöl. 

Það er hægt að segja að mikið af þessum skuldum séu huglægar en ekki efnislegar einfaldlega tölur á pappír og í sumum dæmum er engin eign og hefur aldrei verið nein raunveruleg eign. Hvað með til dæmis manneskju sem keypti fasteign á 100% láni eignin hækkaði síðan þannig að einhver eign myndaðist en verðbólgan hefur nú séð um að þurrka þá eign út. Er sanngjarnt að færa skuldir niður í þessu dæmi og mynda þannig eign sem að í raun hefur aldrei verið til meðan að annar sem að lagði til eigið fé tapar hluta þess eða jafnvel öllu einfaldlega vegna þess að hann getur staðið í skilum með herkjum.  Ég held að það verði aldrei friður um þannig aðgerðir.
Ég held því miður að við verðum að horfast í augu við það að það er stór hópur gjaldþrota og að það er ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir það.
En er ekki hægt að mýkja lendinguna. Í dag er engin sala i íbúðum þannig að það er tap fyrir skuldareiganda að sitja uppí með arðlausa íbúð.  Mætti ekki hugsa sér að þetta yrði gert á þann hátt þar sem að allt er vonlaust að skuldareigandi gengur að veði sínu og tekur til sín eignina en gerir samning við skuldunaut um leigu í 1 til 3 ár leigan getur verið svipuð og afborgun af eðlilegu láni þannig fær skuldareigandi eðlilegt sjóðstreymi inn og hefur tryggt veð sitt. Eftir 3 ár getur síðan einstaklingurinn annað hvort gert nýjan samning keypt eða flutt annað og eigandi eignarinnar þá selt hana við betri markaðsaðstæður. Ég get ekki séð annað en að þetta lágmarki að einhverju leiti tap beggja.

Annað sem að mér finnst nauðsynlegt að gera það er að afnema lögin sem að halda gjaldþrota einstaklingum i svaðinu í óra tíma. Það verður hið mikla vandamál við getum ekki lifað við það að há % þjóðarinnar sé svift öllum réttindum til lána og eðlilegra fjámögnunar og í mörgum tilfellum ungt fólk. 
Það er hægt að byrja á ný eftir gjaldþrot ef að fólki er gert það kleyft en ekki haldið á vanskila skrám og svörtum listum svo áratugum skiptir mér finnst að það ætti að afnema það.

Það er ekki verjandi að fólk sem varð fyrir því óláni að lenda í þeim hremmingum sem nú gangi yfir þurfi að bera þá byrði að vera dæmt vanskilafólk árum saman meðan þeir sem að settu allt sitt í eignarhaldfélög halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

En það er engin hjálp í því að lengja í þeirri hengingar ól sem komin er um háls margra að mínu mati því miður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband