12.2.2009 | 23:57
Stórt er spurt
Björn og Bjarni keyptu hluta í parhúsi árið 2001 þeir áttu 35% hreina eign þegar upp var staðið. Lifðu þeir þar eins og síamstvíburar áttu hvor sinn VOLVO 240 eins og Steingrímur og létu í léttu rúmi liggja þó garðurinn væri ekki búin og að teppi væru á gólfum og ekki allt eins og í innlit útlit.
Þá hófst gandreið hins Íslenska hagkerfis. Þegar kom fram á 2005 birtust skyndilega iðnaðarmenn og á örskotstundu var garðurinn hjá Bjarna kláraður meðan Björn hélt áfram að keyra heim mold i kerru um helgar og dreifa henni í hjólbörum. Björn kláraði sinn hluta 2007 og hafði þá gert allt sjálfur til að spara hann sleppti líka heitapottinum og veröndinni og lét sér nægja smá hellu flöt sem passaði fyrir útigrillið.
Á þessu árabili tók Bjarni líka upp á því að fara með fjölskyldu sína til útlanda þrisvar fjórum sinnum á ári og meðan Björn verslaði fyrir jólin í Bónus og Rúmfatalagernum skrapp Bjarni til London og jólagjafavæddi fjölskylduna á Picadilli.
2007 keypti Björn sér bíl hann náði kjörum á gömlum bílaleigubíl frá Ingvari staðgreitt enda hafði hann önglað saman fyrir honum með því að leggja fyrir í nokkur ár. Þá stóðu á hlaðinu hjá Bjarna Landcruser og svo frúarbíll af vænstu gerð.
Þar sem að Björn taldi að hann væri ekki á afleiddum launum rýndi hann í heimilisbókhald sitt en svo for að lokum að hann gat ekki orða bundist og spurði nágranna sinn hvernig hann færi að þessu. Jú eignir Bjarna höfðu aukist fasteign hans hafði hækkað og færustu ráðgjafar höfðu ráðlagt honum að endurfjármagna lánsfé var hagstætt og ráðgjöfum bar saman um að húsnæðisverð myndi hækka áfram svo hann tók lán sem að nam 100% af verðmæti fasteignarinnar sinnar, notað dash af peningunum í bilana og til að klára húsið en setti restina í hlutabréf sem myndu vaxa og sjá honum fyrir afkomu á elli árunum.
Eftir samtalið beið Björn fram í myrkur með að bera inn plastparketið sem hann ætlaði að setja á stofuna og hafði fengið fyrir 50.000 í Mest á útsölu. Hann skammaðist sín fyrir afturhaldsemina og það fór að hvarfla að honum að hann væri dragbítur á afkomendur sína og fjárhagslega framtíð þeirra með trúboði sínu um að skuldsetja sig aldrei meira en svo að hægt væri að lifa af þó 50% afkomu brygðust. Hann fór að hugsa um endurfjármagnanir og hlutabréfakaup en þorði aldrei að taka skrefið heldur lét sér nægja að horfa í vantrú á allan fyrirganginn.
En síðan kom 2008 og þegar 2009 hélt innreið sína var staða þeirra félaga þannig að Björn skuldaði enn sitt íbúðalánasjóðslán sem verðbætur höfðu jú rifið upp en eignarhlutur hans var yfir 70% Bjarni aftur á móti var komin með neikvæða eiginfjárstöðu og staða hans orðin ansi tæp jafnvel vonlaus og hafði fengið framlengingu á bílalánunum og til þess að selja húsið myndi hann þurfa að borga með því.
Hvert er ég að fara með þessum pælingum jú ég er að velta því fyrir mér hvort að það sé réttlætanlegt ef að það á að fara í stórfellda niðurfellingu skulda að Birnir landsins skuli gjalda fyrir að hafa sýnt skynsemi og varfærni og lenda síðan í því að þurfa í raun að taka á sig mestu byrðarnar og bera verðbólgu og verðbætur bótalaust jafnvel til að réttindi Bjarnanna skerðist ekki.
Það er ekki líklegt til að hvetja framtíðar Birni og Bjarna til skynsemi og ráðdeildar í fjármálum eða lífinu yfirleitt. Einnig er það að mínu mati brot á jafnræði. Mér svíða þessi orð frá forustumanni hreyfingar sem að ég er skildaður til að vera í og birtast í frétt á Visi.is Það á ekki að hjálpa þeim sem geta staðið undir lánum sínum, að mati forseta ASÍ, sem segir inngöngu í Evrópusambandið einu leiðina til að losa lántakendur undan gengisóvissu og verðtryggingu. Ég get ekki skilið þessa frétt á annan hátt en að það eigi að aðstoða suma á kostnað annara og mér finnst það ekki rétt. ´
Þetta dæmi er ekki sett upp til að gagnrýna eða gera lítið úr lífi fólks heldur sem dæmi um þá mörgu fleti sem að eru í þessum málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta voru sko orð að sönnu. Hittir naglann á höfuðið. Hverjir skulu borga?
Davíð Löve., 13.2.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.