Flottastur

Finnst þetta flott hjá karlinum ef að það er ekki hægt að finna neitt að því sem að hann hefur gert þá er þetta pólitísk uppsögn og á þá bara að koma fram sem slík en ekki í einhverjum felubúningi.


Það er mikið talað um hvað þjóðin vill ég hef ekki séð neinar kosningar um að þjóðin vilji hann burt þó einhver fjöldi mótmælanda vilji hann burt þarf það ekki að enduróma meirihluta þjóðarinnar.Svo er líka spurning hvort að ekki á að láta lög standa þannig að það sé ekki hægt að reka menn fyrir engar sakir vilja menn missa þau réttindi sem að áunnist hafa þannig að það sé hægt að reka fólk af því bara.

Sennilega verður Davíð undir í þessum ofsóknum og hann veit það en það er ekki hans stíll að setja rófuna á milli fótanna og flýja. Ég vildi sjá þann eiginleika hjá fleiri stjórnmálamönnum okkar núna þegar við lifum á erfiðum tímum og þörf er á fólki með bein í nefinu við stjórnvölin. Ég persónulega hef síðan ekki nokkrar áhyggjur af því hvað íbúum erlendra ríkja finnst um okkur ef þeim finnst við hlægilegir þá verður svo að vera


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfull er ég sammála þér maður...

Frelsisson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:29

2 identicon

SAMMÁLA!!!

Magga (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:39

3 identicon

Bara til að benda á eitt veigamikið atriði í tvöfeldni Seðlabankastjóra og ætti að vera nóg að veita honum alvarlegar ávítur, er skýrslan sem Seðlabankastjórn gaf út síðastliðið vor. Þar mærðu vitringarnir efnahag landsins gegn betri vitund, því davíð þykist á þeim tíma hafa haldið því fram, að allt væri á leiðinni til fjandans.

Ummæli davíðs í Kastljósi um að greiða ekki erlendar skuldir bankanna er án vafa ein af kveikjunum að setningu hryðjuverkalaga á íslensku bankana. Þegar davíð mælti þessi orð í Kastljósinu, þá var alveg greinilegt að þarna var enginn enginn ábyrgur Seðlabankastjóri Íslands á ferðinni, heldur einhver geðþóttaplebbi sem ekki einu sinni getur verið yfir bókhaldi eigin heimilis.

davíð oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnin meðan hann plottaði yfirtöku sína á Seðlabankajobbinu. Þetta var í kringum 2001-2003. Eftir að davíð lagði niður þá stofnun, var hann búinn að tryggja að ekkert eftirlit væri með hans "vanhæfu" störfum í nafni Seðlabankans. davíð setti sjálfan sig í starfið. davíð var aldrei valinn í það, sem ætti að vera næg ástæða að sparka aulanum út í hafsauga.

Landslýð ætti að vera orðið ljóst að manninum er ekki sjálfrátt. Eftir alla þá alþjóðlegu vanhæfisádeilu sem manngarmurinn hefur fengið, þá telur hann sig enn besta aðilann til að sinna embættinu. Hvílík skömm og hneisa fyrir alla landsmenn.

davíð er einfaldlega orðinn veikur og það þarf að gefa honum frið og frí. Hann er búinn að vera. 

En ég hugsa að ofangreind atriði séu "smáatriði" í ykkar augum og "komi ekki núverandi aðstæðum við", þ.e. þangað til þið vaxið úr grasi og skiljið hvað gerðist í íslensku samfélagi árin 2003-2012. 

nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 18:54

4 identicon

Hreykinn með 2 ennum (karlkyn).

Montinn með 2 ennum (karlkyn).

Kennd með 2 ennum (e-s konar sagnbreyting, man ekki).

Maður einfaldar ekki málin með að fækka ennunum!

Er íslenskukennslan verri í véltæknifræðinni en rafmagnstæknifræðinni?

nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:03

5 identicon

Eða er þetta bara davíðlenska?

nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:30

6 Smámynd: Björn Jónsson

Ég er hjartanlega sammála heimasíðuritara.

Ég var sammála mörgum að Davíð ætti að hætta en núna eins og Flugfreyjan hefur farið fram með þetta segi ég, ,, Davíð farðu ekki fyrr en í fulla hnefana ". Ef GRÁNA gamla flugfreyja hefði sent þeim bréfið án þess að nota það til að upphefja sig í augum náttgagnaskrílsins og haldið kjafti þangað til hún hefði svar frá þeim öllum er aldrei að vita nema þeir hafi allir labbað út, en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að láta bjóða sér.

nicejerk!!!

Þú getur farið yfir stafsetninguna og sett út á hana ef þér líður etthvað betur með það, annars lít ég fyrst og fremst á það sem bréfritari hefur að segja heldur en svona tittlingaskít eins og þú gerir.

Jón Aðalsteinn.

Haltu áfram að blogga og láttu ekki slá þig út af laginu með svona athugasemdum.

Hafðu góðar stundir.

Björn Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka athugasemdir varðandi þær sem að snúa að því hvort Davíð eigi að fara eða ekki þá virðumst við vera sammála málefnalega um þann þátt að það eigi að fara að lögum ég held að flest okkar telji meira áríðandi að bjarga heimilunum heldur en að reka hann.

Þakka stuðninginn Björn ég kem til með að halda áfram þrátt fyrir gagnrýni á stafsetningu mína hún er aukaatriði í þessu rétt eins og brottrekstur Davíðs hjá stjórnvöldum en notað ef önnur rök eru ekki fyrir hendi.

Veit ekki hvort þessar leiðréttingar voru mér ætlaðar nicejerk þar sem að ég sé ekki þessi orð í því sem að ég ritaði og hef heldur ekki stundað nám í Véltæknifræði ætla ég því að þetta hafi átt að lenda á öðru bloggi. En tek að sjálfsögðu mark á öllum leiðréttingum og reyni stöðugt að bæta mig enda liggur það í eðli okkar flestra. Styðst þó við leiðréttingu með Púkanum svo að kannski get ég varið mig og sagt að þetta sé nú bara Púkanum að kenna og því skuli banna hann svona rétt eins og miður vinsæla menn í embættum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleymdi einu Ég er algjörlega samála þér Björn hvernig bréfið var sett fram skipti miklu máli varðandi afstöðu fjölmargra

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 20:32

9 identicon

Vá. Spunakoppur hérna. Þið kveikið vel hver í öðrum.

En hvað davíð snýr á ykkur enn og aftur, og aftur og......!

Í fjölda ára hefur verið ýmis hefð fyrir hlutum í ríkisstjórn og ekki. davíð oddsson er sá fyrsti sem notar lagasetningar til a verja hásæti sitt. Þetta er alger viðsnúningur á hefðum í viðskiptum ráðherra og seðlabankastjóra og reyndar lýðræðinu.

Hvaða apaköttur sem er, í hvaða stöðu sem er getur hripað sama skrifli og davíð oddson gerði. davíð gerði mistök en getur ekki viðurkennt mistök sín, né tekur hann ábyrgð yfirhöfuð. Sorglegur endir fyrir davíð, og kannski sérstaklega þjóðina, því davíð hefur þegar kostað Ísland mun meira en Baugur. En hann valdi á endanum að falla enn neðar.

Punkturinn yfir öllu er bréf davíðs í dag. Það er eitt dýrasta bréf íslenskrar sögu fyrr og um langa framtíð. Ef þið haldið að þetta sé bara um einelti á gömlum karli eða sjálfstæðisflokksmanni að gera, þá skjátlast ykkur hrapallega.

Stafsetingin er fín hérna,  en það er hvimleitt að horfa á rangt þar sem hægt er að leiðrétta, eða hvað?  ;) 

nicejerk (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góður málflutningur hjá þér Nice þó ég sé ekki sammála

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 21:12

11 Smámynd: Björn Jónsson

nicejerk.

Það er rétt hjá þér, það er hvimleitt og jafnvel erfitt að horfa uppá ranglæti og geta lítið gert, það hendir alla hvar í pólitík sem þeir eru.

Bréfið frá Dabba fannst mér gott, þér fannst það slæmt, svo verður þá bara að vera.

Þú hefur þá væntanlega farið til þinna spunakoppa niðrá Austurvelli til að fá eldsneyti eða hvað og mætir framanvið seðlabankann svo þú verðir ekki eldsneytislaus

Björn Jónsson, 8.2.2009 kl. 21:54

12 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þið hafið kannski tekið eftir því að ég ver Lúðvík hér að ofan mér hugnast ekki aftökur án dóms og laga.

Ég er sammála þér Björn bréfið frá Davíð er hrein snilld og ég skil hann vel og þá alla það er óþolandi að láta vega að starfsheiðri sínum og ef maður telur sig saklausan þá er betra að standa upp og verja sig heldur en að vera órétti beittur jafnvel þó að bardaginn sé fyrir fram tapaður.

Morgun dagurinn gæti orðið þungur það kæmi mér ekki á óvart að einhverjum hluta fólks sé nú nóg boðið og komi til með að verja Seðlabankann. Ekkert endilega vegna ástar á Davíð heldur vegna þess að fólk vill fara að sjá einhverjar aðrar aðgerðir en pólitísk hjaðninga víg af stærð sem ekki hefur sést áður.

Og það gildir sama um Raddirnar og það sem þær eru að gagnrýna fólk þarf að þekkja sinn vitjunartíma.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.2.2009 kl. 22:10

13 identicon

Maðurinn er póltíkst ráðinn í þessa stöðu og er þá ekki eðlilegt að hann fari frá á sömu forsendum?

Svo er fádæma snilld að lesa bloggið hjá Frelsisson! Mér verður óglatt að lesa svona heimskulegar staðhæfingar hjá þeim aumingja manni. Ekki er hægt að commenta hjá honum því hann veit örugglega að fólk bíður í röðum að setja ofan í svona vitleysu. Svo veit hann greinilega ekkert um fótbolta!:-)

hlynur Guðlaugsso (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband