Ýktur vandi

Ég sá í fréttablaðinu í morgun að skuldastaða Íslands um áramót verður sennilega um 600 miljarðar ekki þúsundir eins og talað er um. Ég hef séð þetta áður hér á blogginu og eftir að hafa skoðað það þá vekur það mér furðu að fréttastofur og aðrir miðlar hafi ekki haft fyrir því að skoða tölur fjármálaráðuneytisins. Er það vegna þess að góðar fréttir eru ekki nógu söluvænar eða hvað veldur. Mér þætti fróðlegt að fá að vita hvað satt er því að það er óravegur á milli þess að skulda þúsundir miljarða eða að skulda í kringum meðaltal OECD. Er frétta flutningur kannski vísvitandi rangur til að hægt sé að kynda undir óróa í von um að koma fram breytingum á þjóðfélaginu sem að sumar eru farnar að minna á Menningarbyltinguna í Kína eða hreinsanir á vinstri mönnum í Bandaríkjunum.
mbl.is Svipaður aðdragandi en ólíkt framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Svo er sagt frændi en þegar rýnt er í tölur fjármálaeftirlitsins virðist svo vera að það sé bara ekki rétt. Hvet þig til að líta í fréttablaðið í dag og skoða þetta á vef ráðuneytisins. Það virðist einnig svo vera að ef Icesave fellur af fullum þunga á Ísland verði skuldirnar samt innan við 1000 miljarðar það er þó að ekkert komi upp í þær. Mér finnst þetta góðar fréttir. Held að mistökin liggi í þvi að það er einnig verið að leggja við lán sem að ekki standur til að nota IMF lánið er til dæmis geymt á vöxtum en ekki notað. Held að við getum ættum að fara að horfa fram á vegin og líta björtum augum á lífið. Og náttúrulega utan ESB en um það verðum við aldrei sammála

Kv
Nafni þinn og frændi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.2.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sammála þér Jón Aðalsteinn, ég las einmitt þessa frétt í morgun, eina af fáum sem ég las í Baugstíðindunum og ég neita því ekki að þetta vekur upp hjá manni bjartsýnil

Er líka sammála þér um að mér finnst þetta fá litla athygli í blöðum, sennilega af ástæðum sem þú nefnir.

Sigurður Sigurðsson, 7.2.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband