Galin ?

Nú halda nágrannarnir sennilega að ég sé endanlega orðin vitlaus standandi út í snjóskafli á sokkaleistum og skyrtu gónandi á tunglið. Tunglsýki kannski. En fyrir þá nágranna sem að lesa þetta skal málið útskýrt. Til að reyna að venja sig af bloggsýki milli þess sem að sofið er kæfusvefni yfir sjónvarpinu og drukkið allt of mikið kaffi ákvað gamla dýrið að fá sér áhugamál. Og keypti sér eitt af þessum stafrænu tólum sem að festa atburði á minniskort. Og í kvöld voru norðurljós sem verið var að reyna að mynda. Ekki gekk það vel vegna sjóndepru sem er heldur verri í myrkri þannig að nota þarf þrjú gleraugu til að stilla vélina ein til að sjá puttana önnur til að sjá takkana og þau þriðju til að sjá vélina sjálfa. Árangurinn varð því ekki annað en kaldar tær og kuldabólgnir fingur en gengur bara betur næst og kannski set ég eitthvað inn hér þegar ég finn út hvernig á að taka í focus sem verður um svipað leiti og ég sé til að lesa leiðarvísirinn. Að öðru leiti er gott að vera búin að fá sér áhugamál og gleyma kreppunni eða þannig sko.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband