1.2.2009 | 22:04
Jafnrétti á villigötum
Það er magnað hvað mönnum finnst jafnrétti fólgið því að kynjahlutfall sé jafnt í hinum ýmsu störfum. Það hefur ekkert með jafnrétti að gera. Jafnrétti er fólgið i því að hver einstaklingur hafi það frelsi og jafnan rétt til að verða og vera það sem að hann vill það skiptir engu máli hvort að ríkisstjórn er 50/50 karlar konur eða 100% annað kynið hún verður ekkert betri eða verri fyrir það .
Það eru einstaklingarnir sem skipta máli ekki tólin sem þeir bera. Það er gjaldfelling á jafnrétti að öll umræða snúist um jafnrétti til auðs og metorða. Hvað með jafnrétti foreldris sem vill vera heima hjá barni sínu hvað með jafnrétti föður til samvista við barn sitt hvað með rétt barns til að þekkja báða foreldra þau mál snúast um jafnrétti finnst mér. Baráttan um kynjahlutföll í hinum háu stöðum finnst mér bera meiri keim af því Íslandi sem að við viljum kalla Gamla Ísland Það er í raun barátta um auð og völd bara með öðru yfirbragði.
Þessi stjórn verður ekki dæmd af því hvað margar konur eða karlar sátu í henni heldur hvort að hún stendur við stóru orðin.
Þeim sem að halda að öll vegsemd í heiminum sé fólgin í stórum stöðum og miklum áhrifum er hollt að hafa í huga orð sem höfð eru eftir höfðingjanum Sitjandi Tarfi
It´s not a matter of the years a man has been around or the trail he chose to take...
but it´s the things he does for everyone that makes man so great
Ísland er í sárum eftir nýfrjálshyggjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jafnrétti er þegar allir hafa jafnan rétt. Órétti er þegar öðru kyni er hafnað sökum einhverrar helmingareglu.
Offari, 1.2.2009 kl. 22:50
Hjartanlega sammála þér
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.2.2009 kl. 23:02
Þannig að þið mótmælið báðir sem sagt því að einhverjir kallar fái alltaf allar stöður bara af því að þeir eru kallar. Flott hjá ykkur! Nú erum við að tala saman um jafnrétti!
Gústa (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 23:12
Hæ Gústa vér mótmælum orðinu einhverjir karlar eins og orðinu einhverjar konur og því að það er ekkert til sem að heitir jákvætt misrétti og að það á að ráða fólk óháð kynferði.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.2.2009 kl. 23:17
Sammála, kynjamisrétti er rangt, líka jákvætt isrétti.
Villi Asgeirsson, 2.2.2009 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.