1.2.2009 | 21:48
Hvað gerði stjórnarskráin af sér
Nú er ég eiginlega á gati mér hefur skilist það undanfarið að hér væri allt illt að kenna útrásarvíkingum og Davíð Oddsyni. En nú er stjórnarskráin orðin bitbein og í raun meira lagt upp úr því í stóra sáttmála að breyta henni heldur enn nokkru öðru.
Aðgerðir til bjargar atvinnulífinu. Fljótlega
Aðgerðir til bjargar heimilunum. Fljótlega.
Breytingar á stjórnarskrá forgangsatriði ásamt siðferði jafnræði og fjölda huglægra atriða sem endalaust verður hægt að karpa um.
Kannski kostar það minnst að breyta stjórnaskránni og hljómar bara andskoti vel meira lýðræði virkara lýðræði óspillt lýðræði. En við skulum muna að sagan geymir sögu breytinga og byltinga sem að í raun minnkuðu lýðræði og gerðu hag þegnanna verri. Stjórnarskráin hefur dugað okkur vel og ég er mótfallin breytingum á henni ég er líka mótfallin breytingum sem að gera það einfaldara að breyta henni hún er það skjal sem ver okkur þegna þessa lands.
Vandamálið er ekki stjórnarskráin heldur fólkið sem að ekki fylgir henni.
Ég sé síðan að stefna þessarar stjórnar mun sennilega ganga endanlega frá málmiðnaði á Íslandi.
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.