Hinir nytsömu sakleysingjar

Í langan tíma hefur verið mætt niður á Austurvöll til að mótmæla ríkisstjórninni nú er búið að  boða til kosninga en samt á að mótmæla henni áfram. Af hverju jú það var aldrei verið að biðja um kosningar það var eitthvað annað nú er það utanþings stjórn stjórnlagaþing bara eitthvað annað. Hið rétta andlit mótmælana er því að koma fram hægt og rólega og ég óska þess að mótmælendum verði að ósk sinni því að þeir einstaklingar sem að þá stíga fram eru þeir sem að hafa staðið bakvið mótmælin. Ég er orðin eins gamall og á grönum má sjá og eitt hefur lífið kennt mér í alt að 100% tilfella að flest baráttu mál snúast um tvennt þegar búið er að taka af þeim umbúðirnar það er peninga eða völd og þá er sama um hvort er að ræða vegstæði í uppsveitum eða staðsetningu rafmagnsstaurs. Mér hlakkar til að sjá hverjir stíga fram á völlinn tilbúnir til að taka við þegar hinir nytsömu sakleysingjar hafa lokið starfi sínu. Í heiminum hefur alltaf verið einn Napóleon á móti einum Grána gamla og svo mun það vera meðan jörðin er byggð tegundinni Homo Sapiens.


mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikil er bölsýni þín. Ef þú kynnir þér tilgang þessarar hreyfingar þá er markmið hennar það eitt að skerpa á lýðræði og koma í veg fyrir áframhaldandi kjötkatla útdeilingu, spillingu og flokksræði. Þetta er nú nokkurn vegin það sem allt snýst um og mótmælin hafa undirstrikað. Ekki trúi ég því að þú sért sáttur við þá spillingu sem hefur verið að koma smám saman í ljós og hefur gegnsýrt ísenskt samfélag undanfarna áratugi.

Breytinga er þörf.

Birgir Hauksson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Breytinga er þörf en er bylting rétta leiðin þa er spurninginn Reynsla okkar er oft sett í svokallaða málshætti eða spakmæli og þar á meðal er Kemst þó hægt fari, Byltingin étur börnin sín, Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum ofl. Heimurinn er í sífelldri breytingu og ég fagna breytingum en það gerðu líka Þjóðverjar þegar Hitler tók við völdum Rússar þegar Stalin tók við völdum og ef ég man rétt þá fögnuð margir þeim breytingum á Balkanskaga sem síðan leiddu til ógnaratburða ekki satt. Samála breytinga er þörf en ég vil í heverju þær eru fólgnar og hvert þær leiða

Jón Aðalsteinn Jónsson, 24.1.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband