Er mannkynið að ruglast

Mér fannst það allavega núna í morgunsárið þegar ég var að horfa á barnasjónvarp með barnabarninu og sætar fígúrur tóku sig til og týndu blóm handa móðurfígúrunni. Nema hvað móðurfígúran varð svo sorgmædd yfir því að þau skildu týna blómin.  Boðskapurinn er semsagt horfin frá Rauðhettu sem að týndi blóm til að gleðja ömmu sína yfir í umhverfis sinnaða teiknimyndafígúru sem að heldur því að börnunum að það sé ljótt að tína blóm og gleðja sína nánustu. Ég er kannski einn um það en mér finnst þetta komið út í öfgar kannski er um að kenna að mannskepnan er að útrýma öllum náttúrulegum tengslum sínum í vitfirrtu borgarsamfélagi. Í dag er ljótt að týna blóm til að njóta fegurðar náttúrunnar og gleðja aðra á morgun verður bannað að ganga á grasi það hafi jú líf. Síðan lokar mannskepnan sig á bakvið gler svo að hún spilli ekki náttúrunni. Mikið er ég fegin að vera komin vel á miðjan aldur held að það verði lítið varið í það innan ekki svo langs tíma að vera af þessari tegund með þessu áframhaldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband