13.1.2009 | 23:43
Ég hef miskilið eitthvað
Ég hef staðið í þeirri meiningu að ef við hefðum verið í EB hefði ekkert illt hent okkur en hvers vegna streyma þá Lettar út á göturnar þeir eru jú þar sem að við hefðum verið ef að ESB ferli hefði verið í gangi. Er ESB og Evran kannski ekki lausn á vandamálum heimsins.
Þætti fróðlegt ef einhver útskýrði fyrir mér af hverju fólkið er ekki alt í sæluvímu þarna, mig langar til að vita það vegna þess að það er leynt og ljóst verið að reyna að ýta okkur á þennan sælustað.
Óeirðir vegna kreppu í Riga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Grikkir eru með evru og í ESB. þar eru einnig óeyrðir. hvernig útskýruru það Jón? eða er ESB og evrópski seðlabankin getulausar stofnanir? eina sem þær geta er að vera millusteinn um háls þeirra þjóða sem eru í ESB og taka upp Evru. annað virðist ekki vera. ESB og Seðlabankin hafa verið alveg getulaus í að hjálpa ríkjum sambandsins. ef vandi kemur upp þá er leitað út fyrir evrópu til fá lausn á vanda. g
ESB er gagnslaust og kostnaðarsamt skrifstofu fargan með of marga blýantsnagara sem eru byrgði á samfélaginu.
Fannar frá Rifi, 14.1.2009 kl. 00:28
Þeir fylgdu sömu hugmyndafræði og við. Nýfrjálshyggjan skilur eftir sig brunarústir um allan hinn vestræna heim. Við eigum í sama vanda og þeir og þurfum eins og þeir á því að verða okkur úti um stjórnvöld sem við getum treyst.
Héðinn Björnsson, 14.1.2009 kl. 00:30
Upphafið í Grikklandi var ekki lögreglumorð á dreng, Jón. Hefurðu ekkert verið að fylgjast með fréttum drengur? Auk þess var mjög líklega um slysaskot að ræða, þó það eigi eftir að rannsaka það í kjölinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2009 kl. 02:53
Velkomin í ERM-þrautargöngu Lettlands, sem mun rústa samfélagi Letta. Næst: fólksflóttinn.
Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2009 kl. 05:04
ESB er verra en gagnlaust, það er helsi, það er draumur Hitlers, laumað inn bakdyramegin.
En þjóð sem samanstendur af fólki sem kann ekki einu sinni að virða eigið persónulega fullveldi sér ekkert skrítið við að afsala fullveldi þjóðarinnar, nennir ekki að verja það eða skoða forsemdurnar. Það er mikil vinna og fólkið ver ekki eigið einkalíf, það segir bara:
Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 10:42
Blessaður nafni og frændi við erum ósammála í þessu Evrópusinnar hafa sagt að ef við hefðum sótt um þá hefðum við ekki orðið fyrir þessum áföllum Lettland er akkurat í þeim sporum sem að við hefðum verið og Letland verður fyrir áföllum og verður sennilega að draga sig út úr evru aðlöguninni eftir því sem mér skils.
því er ekki hægt að fullyrða að við hefðum sloppið við hrunið ef við hefðum sótt um inngöngu í ESB. Ég tel að næstu mánuðir verði mjög merkilegir þegar við sjáum spilaborgirnar hrynja allt í kringum okkur þetta er sko langt í frá búið það þarf engan erlendan sérfræðing til að segja okkur það.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.1.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.