11.1.2009 | 22:20
Eru nefndir of dýrar ?
Á ferð minni gegnum fjárlögin fann ég nokkurn fjölda nefnda sem að kosta mismikið en sumar þessara kostnaðar talna fegnu mig til að hugsa hvort að hér gæti verið á ferðinni einhver angi af launa uppbótum í hinu opinbera kerfi. Ég valdi að handahófi eina nefnd til að fjalla um.
Nefnd til að kanna starfsemi vist og meðferða heimila fyrir börn 29.6 milj Þetta er ekki vegna þess að ég telji þessa nefnd óþarfa heldur finnst mér að kostnaður við þessa nefnd og margar aðrar sé alltof mikill. Auðvitað þurfa nefndir að fá aðkeypta vinnu en samt finnst mér þetta dýrt. vistheimili eru ekki það mörg.
Fróðlegt væri að vita hvort einhverstaðar er hægt að nálgast uppgjör svona nefnda launakostnað aðkeypta vinnu og sundurliðað uppgjör. Það er kannski rangt hjá mér en ég hef talið að yfirleitt væru svona nefndarstörf aukastörf meðlima og nefnd hefði i mestalagi einn fastráðin starfsmann eða engan.
Ég setti þetta í samhengi sem að ég þekki en fyrir þennan pening er hægt að fá 5285 vinnustundir tæknimentaðs vinnuafls keyptar af iðnfyrirtæki. Séu 3 ráðnir þá er um að ræða 1761 vinnustund eða 44 vinnuvikur í fullu starfi ég er hér að tala um útselda vinnu með öllum gjöldum. Prófið sjálf að deila í þetta með ykkar eigin tímakaupi.
Mér finnst málið mjög þarft en ég set spurningu við kostnaðinn sem í rannsóknina fer og er þá að tala um nefndir yfirleitt ég hef ekki trú á að það taki 3 menn til þess menntaða heilt ár að kanna starfsemi þeirra fáu vist og meðferða heimila sem hér eru rekin ofan í kjölinn.
Ég tel að einhverju af þessum peningum hefði heldur átt að veita til viðkomandi stofnana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Árið 1998 voru starfandi um 600 nefndir og ráð í stjórnsýslukerfinu. Klárlega voru þær mismikilvægar. Talið er að nefndir og ráð í stjórnkerfinu séu eitthvað á bilinu 700-800 talsins í dag. Þær gætu hinsvegar verið mun fleiri en til að fá nákvæma tölu þarf upplýsingar frá öllum sveitarfélögum um fjölda nefnda og ráða og kostnað. Ekki geri ég lítið úr nefndum sem slíkum en til gamans má geta að Ingibjörg R.Guðmundsdóttir sem er á fullum launum sem Varaforseti ASÍ og Formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna gegnir eftirfarandi störfum sem er lýsandi dæmi um þá stjórnsýslu sem við búum við.
Varaforseti ASÍ
Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna Stjórnarmaður
Formaður Landssambands íslenzkra verzlunarmanna
Trúnaðarráð VR
Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi: Staða: Aðalmaður
Alþjóðanefn Formaður (Fastanefndir ASÍ)
Mennta og Útbreiðslunefnd (Fastanefndir ASÍ)
Lífeyrisnefnd varamaðaur (Fastanefndir ASÍ)
Skipulags og starfsháttanefnd formaður (Fastanefndir ASÍ)
Laganefnd (miðstjórn ASÍ)
Launanefnd (miðstjórn ASÍ)
Starfs-og Fjárhagsnefnd (miðstjórn ASÍ)
Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
Sóknarnefnd Neskirkju Formaður
Skólanefnd félgasmálaskóla alþýðu (Ríkið)
Starfsmenntaráð Varamaður (Ríkið)
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs Stjórnarmaður(Ríkið)
Stjórn Vinnumálastofnunar Varamaður (Ríkið)
Stjórn Starfsmenntasjóðs Verslunar og Skrifstofufólks Stjórnarmaður
Skólanefnd Verslunarskóla Íslands, Varaformaður
Stjórn Evrópufræðiseturs á Bifröst Stjórnarmaður
Einnig sinnir hún fleiri nefndar og trúnaðarstörfum m.a. fyrir VR.
Ekki veit ég hvað hún fær greitt fyrir nefndarstörfin ein og sér.
Kveðja
Ragnar Þór Ingólfsson
Ragnar Þór Ingólfsson, 11.1.2009 kl. 22:47
Ef ég tel rétt er þetta 21 nefnd þetta hlýtur að vera mikð vinnuálag að þurfa að skila fullum vinnudegi og síðan störfunum fyrir þessar nefndir ekki gæti ég valdið þessu myndi sjóða á huasnum á mér
En rétt hjá þér þetta er vel brenglað
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.1.2009 kl. 00:20
Það segir sig náttúrulega sjálft að ekki getur mikið af viti komið út úr svona vitleysu og því miður er þetta raunveruleiki í stjórnkerfinu en ekki einsdæmi.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 12.1.2009 kl. 01:11
Þarna er greinilega þörf á endurskoðun.
Ég er sjálfur að reyna að skoða stjórnsýslu í mínu sveitarfélagi, sérstaklega með tilliti til þess að þau ákváðu að hækka einn lið, frístundaskóla, um 50%, en annað hækkaði mjög hóflega (ca 10% eða stóð í stað). Í fljótu bragði virðist mér að þeir hafi lofað starfsfólki starfi út skólaárið, en börnum í frístund fækkaði úr 90 í 50 í þeim skóla sem minn sonur gengur í, þannig að þau virðast ekki spara neitt í bili á þessu, við bara borgum meira og þjónustan verr nýtt.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:04
Dæmi um svona glórulaust rugl eru víða í okkar samfélagi. Við erum bara orðin svo samdauna þessu siðleysi að við tökum ekki eftir þessu fyrr en einhver vekur athygli á tilgreindum dæmum.
Árni Gunnarsson, 12.1.2009 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.