11.1.2009 | 21:49
Gæti ríkið ekki sýnt meira aðhald
Þegar kreppir að þá er skorið niður sá sem fer með fjármál heimilis sker burt það sem má vera án. En reynir að raska högum heimilisins sem minnst. Óþarfi fær að fjúka dregið er úr pizzu kaupum hætt að taka myndir á leigu og annað sem hægt er að draga saman án grundvallar breytinga á högum heimilis. Reynt er að halda í velferð fjölskyldunnar eins lengi og hægt er. Þetta á Ríkisstjórn Íslands líka að gera en ekki að ráðast fyrst á þá sem að minnst mega sín.
Ég tók mig til og renndi í gegnum fjárlög á hundavaði það sem að ég stoppaði við á þessari hraðferð var vegna þess að annað hvort þóttu mér tölurnar háar eða þá málið lítilvægt eins og nú er ástatt.
Tekið skal fram að ég vann þetta á sama hátt og að ég myndi vinna við að ná niður mínum eigin útgjöldum en ekki sem einhver sérfræðingur í peningamálum. Endilega gera athugasemdir og leiðrétta það sem er arfa vitlaust í þessu.
Samningur um bann við tilraunum með kjarnavopn 2,3 milj Ekki mikil upphæð en er ekki löngu búið að banna þetta og hvaða áhrif höfum við varðandi þetta og síðast en ekki síst hvert fer þessi peningur.
Alþjóðleg friðargæsla 260.4 milj Íslensk friðargæsla 319,6 milj Höfum við efni á að vera í tindátaleik úti í heimi. Í heimilisbókhaldinu yrðu ferðir milli sveitarfélaga til að stilla til friðar hjá fjarskyldum ættingjum felldar niður.
Átak í lækkun skulda þróunarríkja 60 milj Ég segi nú bara ja hérna er ekki nær að byrja heima.
Utanríkisráðuneyti 11.856,7 milj Var ekki járnfrúin búin að segja að þessi upphæð yrði lækkuð í 8 miljarða ekki man ég betur en að hún hafi gert það Þarf að fletta til baka í gömlum fréttum.
Innleiðing gagnagrunna á lögbýlum 5 milj Vekur spurningu hvað þetta er, en flestir landsmenn verða að sjá um sín forrita kaup sjálfir. Væri gaman að vita hvað þetta er getur vel verið að þetta sé hið þarfasta mál.
Mjólkurframleiðendur 5634 milj Sauðfjárframleiðendur 4137 milj grænmetisframleiðsla 413 milj Þetta er geislavirkt mál til að gera athugasemd við en skrýtið að vörurnar skuli ekki kosta aðeins minna miðað við hvað er borgað með þeim og svo hækka sumar þeirra í takt við lækkun krónu eins og olían þó innlendar séu.
Átak í hrossarækt 25 milj Eiga hestaeigendur ekki bara að rækta sín hross á eigin kostnað það er mín skoðun.
Innheimta meðlaga 4,9 milj Hvers vegna er þjóðin að borga fyrir innheimtu meðlaga á ekki skuldari að borga innheimtukostnaðinn.
Kirkjan almennur rekstur 1.472,9 milj kirkjumálasjóður 292 milj Kristnisjóður 94,5 milj kirkjugarðar 938,9 milj Sóknargjöld öll trúfélög 2.273 milj Jöfnunarsjóður sókna 379 milj.
Verð að viðurkenna að mér þykir vel í lagt hér myndi kannski skilja það ef að athafnir væru síðan ókeypis en það er aldeilis ekki.
Tryggingarsjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga 21,9 milj Eru sjálfstætt starfandi einstaklingar ekki sjálfstæðir og þannig ekki á ríkisjötunni sumir starfa allavega sjálfstætt til að þurfa ekki að greiða sömu skatta og aðrir Væri gaman að vita hvað þetta er, hef ekki hugmynd um það og upphæðin er ekki stór en samt. Ein kók er ekki stór í heimilisbókhaldi en smáu upphæðirnar telja þegar upp er staðið.
Þetta er það sem að ég myndi taka til nákvæmari skoðunar í mínu heimils bókhaldi og ég er nokkuð viss um að það væri hægt að finna þarna upphæð sem að jafngildir til dæmis því sem á að leggja á fólk í komugjöld á sjúkrahús.
Samfylkingarfólk í Skagafirði mótmælir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér að það mætti spara ýmislegt í ríkisbúskapnum áður en farið er að lúskra á öryrkjum og sjúklingum. Hins vegar held ég að það sé allt í lagi að hreinsa líka aðeins til í heilbrigðiskerfinu því að stór hluti af rekstri þess er óþarfa kostnaður við óhagkvæmar einingar sem hálaunaðir smákóngar verja með kjafti og klóm.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:26
Og hvað með að fækka þingmönnum í 33 þá væru færri slæmar ákvarðanir teknar? Svo leggja niður allar nefndir og stokka upp í ráðunautunum.Segja upp öllum toppum þar,og ráða einn stjórnnanda í hvert í staðinn.Þetta myndi gefa nægan pening til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu,og menntakerfinu.Þar þarf að auka vegna kreppunar
jón í allar áttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 22:50
Það er alveg rétt Gísli að það er mikið um smákónga í heilbrigðiskerfinu og þarf að taka til þar eins og annarstaðar en ég held að mestur ábatinn liggi í stjórnsýslunni. Við erum örríki og kostnaður af stjórnsýslu ætti að vera í hlutfalli við það
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.1.2009 kl. 00:23
Legg til að þú sendir þetta á einhvern þingmann og fáir viðbrögð :P
Gullvagninn (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.