Ég er ekki alveg í lagi

Tók að mér að passa í kvöld sem ekki er nú í frásögur færandi dóttir þurfti að skreppa eitthvað og ekki nema ljúft og skylt að líta eftir þeirri stuttu. Kvöldið leið við púsl og spjall og þegar geisparnir voru orðnir miklir var Stúart litla skellt í tækið og náð í Bínu sem er þvæld tuskudúkka að þeirri gerðinni sem að börn taka óhemju ástfóstri við.
Ekki nema gott um allt það að segja nema þegar sú stutta var alveg að sofna kom Afi ég vil súpa.

Eins og afa er siður rölti ég mér fram og náði í eitthvað að drekka handa barninu. Sniðugur sem að ég er sá ég drykkjarflösku með svona opna og loka tappa sem má súpa af og auðvitað gaf ég barnabarninu hana stórsniðugt ekkert hellist niður og hægt að súpa þegar legið er útaf.  Miklar eru framfarir nútímans. Ég helti mestu úr flöskunni en skildi eftir smá svona nóg til að svala þorstanum.
Við undum okkur þarna yfir Stúart litla smá stund og ég beið eftir að barnið sofnaði svo að ég gæti sagt dótturinni hve frábær afi ég færi að svæfa og passa þegar hún kæmi heim. En það var eitthvað ekki eins og það átti að vera dótturdóttirin virtist heldur vera að hressast.

Alt í einu fattaði ég að ég var ekki alveg í lagi það sem að ég hafði af gæsku minni gefið barninu að drekka svona sársaklaus djús var ORKUDRYKKUR Whistling

Nú veit ég af reynslu gott fólk að þó maður ætli að vera góður við  börn og barnabörn sín og gera þeim allt hið besta þá gefur maður ekki barni að súpa af orkudrykk þegar það er alveg að sofna nei það gerir maður ekki. Og kæra dóttir ég vona að þú náir að sofna fyrir miðnætti.- og ég fái að passa aftur áður en árið er liðið. Blush

Örþreyttur Afi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll gamli minn, þú hefðir nú getað fengið leiðbeiningar með barninu, eða bara hringt í mig, ég á þrjú stykki barnabörn, en annars bara gengur betur næst, þetta eru nú bara mannleg mistök. En annars gleðilegt nýtt ár félagi.

Grétar Rögnvarsson, 9.1.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Jú þú ert alveg í lagi, smá orka spillir engum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 9.1.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband