4.1.2009 | 23:57
Hvar er víkingseðlið.
Það væru mikil mistök hjá stjórnvöldum að aðhafast ekkert í málunum gegn Bretum á sama hátt og Gordon náði sér í prik með að lemja á okkur hefur Ríkistjórn vors ágæta lands gjörsamlega glutrað frá sér tækifæri til að sýna að hún sé stjórn fólksins í landinu ef hún höfðar ekki mál gegn Bretum. Það gefur þeim orðrómi byr undir báða vængi að það sé maðkur í mysunni og við séum í raun hryðjuverkamenn. Ég býð spenntur fram að eindaga málsins og vona heit og innilega að við förum að sjá smá agressivt framtak hjá stjórnvöldum það myndi allavega ekki skemma fyrir okkur sem en erum því fylgjandi að þessi stjórn geri það sem að hún var kosin til það er að stjórna landinu í blíðu og stríðu. En gleymi sér ekki í að þrasa um málefni sem að engu skipta í því sambandi eins og ESB. Það sem að liggur á í dag er að sigrast á kreppunni síðan er nógur tími til að skoða undir pilsfald Evrópumaddömunnar sem að mínu mati er ekki fýsilegur kostur til viðveru.
Fresturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er greinilega mikill maðkur í mysunni. Svo kannski er betra að spara þann aur sem færi í tapaða málssókn.
Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 00:09
Gæti verið raunin en þá á að sýna okkur maðkin svo að Miðgarðs ormur sá hljóti makleg málagjöld ekki satt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.1.2009 kl. 00:25
Stjórnvöld eru uppgefin. Það er mikið í húfi, ekki bara varðandi þetta mál. Hver höndin er upp á móti annari. Kannski eru líka of margir sérfræðingar um hituna.
Ein spurning er hvort úrsögn úr NATÓ sé ekki bara svarið við þessum ágangi Breta. Held bara að stjórnvöld séu dauðuppgefin. Álagið er mikið.
Ólafur Þórðarson, 5.1.2009 kl. 02:33
allt haugmaðkað, ertu sem sé með mér í að kaupa / föndra kolsvartann fána og bófagrímu ef þeir klikka á að sýna að þeir séu stjórn fólksins?
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.