3.1.2009 | 02:36
Við erum þjóðfélagið
Vér mótmælum öll og velflestu, mómælum Geir, Davíð, Stjórninni, Seðlabankanum, Stöð 2, sumir mótmæla þeim sem ekki nenna að mótmæla og aðrir mótmælendunum. Á morgun verða síðan ný mótmæli. En skila þessi mótmæli árangri jú sum önnur ekki, sigrar hafa unnist en var það vegna mótmæla eða bara einfaldlega hlutir sem hefðu skeð skoðanir eru örugglega skiptar um það. Stjórnvöld sitja þó enn okkur sem það viljum til gleði en mótmælendum til angurs. .
Það er ekkert leyndarmál að ég er á móti mótmælum sem að snúast upp í eignasemdir ég hef líka ekki mikla trú á að mótmæli skili árangri svo set ég líka spurningu við hvort að það eigi yfirleitt að láta undan mótmælum. Það endar að mínu mati með því að fámennir þrýstihópar stjórna orðið í staðin fyrir lýðræðiskjörna fulltrúa góða eða lélega.
Ég held að allir séu sammála um að það þarf að byggja hér upp betra þjóðfélag þjóðfélag jafnari skipta minni græðgi þjóðfélag sem að býr betur að þegnunum en til þess þarf stefnu þá stefnu hef ég ekki enn séð koma fram í þeim mótmælum sem að ég hef séð en viðurkenni fúslega að ég veit ekki um allt sem að farið hefur fram. Það er stefna í sjálfu sér að vilja stjórnvöld burt en hún nær ekki lengra heldur en að þeim punkti hvað vill fólk í staðin hverja vill fólk í staðin. Það getur ekki verið að fólk vilji algjört stjórnleysi þó kannski sumir en það er algjör minnihluti er ég viss um. Stjórnvöld hafa þó sett fram stefnu þó að mörgum finnist hægt farið en það er stefna samt.
Hvað er það sem að byggir upp þjóð og stefnu hennar annað en fólkið sjálft og ef fólkið vil breytingar og hlutir eru ekki að þeirra skapi eru fleiri leiðir en bein mótmæli sem að hægt er að beita. Ég er til dæmis öskureiður út í þá sem að spiluðu með fjöregg þjóðarinnar en ég er enn með internet tengingu frá einum þeirra ég er enn með banka reikning i sama banka og fyrir hrun sem er reyndar sparisjóður en ekki samt alveg saklaus ég kaupi enn vörur í fyrirtækjum þeirra en hef þó reynt að minnka það þannig að ég held enn uppi sama ástandi og var fyrir hrun ég er meðvirkur.
En getur fólk einfaldlega ekki breytt þessu sjálft.
Það hefur fjöldi bankastarfsmanna misst vinnuna og fjöldi fjárfesta er reiður yfir tapi sínu af hverju stofnum við ekki sparisjóð og sköpum þeim vinnu og fjárfestunum fjárfestinga möguleika fólk myndi síðan færa viðskipti sín þangað. Það myndi breyta meiru á einum klukkutíma heldur en daglöng mótmæli ef að sá fjöldi fólks sem að mætir á Austurvelli myndi mæta í bankann sinn og segja hey ég ætla að tæma reikninginn minn og færa hann.
Af hverju ekki að stofna nýja verslun sem að endurvekur þá stefnu að verja kjörin og við snúum okkur að þeirri verslun eða þeirri verslun sem að stendur sig best að mati fólksins það myndi neyða fram samkeppni og að lokum lægri verð það mætti meira að segja bjóða upp á heimkeyrslu. ASI rak verslun upp á höfða í kringum 93 ef ég man rétt.
FIB reyndi að vera með tryggingar hér endurreisum það og reynum aftur. En þá verður fólk líka að skipta yfir.
Það hefði meiri áhrif á á fjölmiðil eða símafyrirtæki ef 1000 manns kæmu og segðu upp áskriftinni heldur enn daglöng mótmæli sem að auka jafnvel áhorf og auglýsingatekjur ef fólk er ósátt við eigendur á annað borð.
Fólk getur því mótmælt á marga vegu til dæmis með breyttri hegðun og neyslumunstri og ég tel að það sé mun vænlegra til árangurs. Í ofangreindum aðgerðum felst styrkur fjöldans fyrirtæki eru lítils virði án fólksins sem að hefur viðskipti við þau en spurningin er einfaldlega sú hvort að við séum tilbúin til að leggja eitthvað á okkur til að ná fram breytingum.
Það er eitthvað sem krefst þess af okkur sjálfum að við leggjum eitthvað af mörkum eins og til dæmis breitt hegðunarmynstur og hættum að fara í næstu matvöruverslun eða þá neitum okkur um farsíma eða sleppum uppáhalds sápunum okkar.
Ég er ekkert viss um að ég sé fær um það sjálfur þannig að ekki gagnrýni ég aðra en ég held að þetta sé í raun það eins sem að myndi virka þjóðfélagið hegðun þess og gerð er nefnilega gerð úr okkur sjálfum ekki stjórnvöldum og ekki útrásarvíkingum og einu breytingarnar sem virka felast í þvi hvernig við sjálf breytum hegðun okkar. Að mínu mati.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn Jón. Ég ætla nú ekki að fara að sitja um bloggið þitt, en er doldið eirðarlaus nú þegar ég get ekki "leiðrétt" fréttir mbl lengur.
Ég er ekki eins bjartsýnn á "kerfið" eins og þú. Eins og Jónas Kristjánsson segir: "Eftir einstæð afrek í fjármálum þjóðarinnar njóta flokkar ríkisstjórnarinnar fylgis rúmlega helmings kjósenda. 25% styðja Sjálfstæðið og 28% styðja Samfylkinguna."
Kannski alsherjarverkföll væru skársta leiðin til að virkja samtakamáttinn. Að sniðganga fyrirtæki virðist ekki ætla að ganga. Einn bloggvinur minn sagðist myndu versla þar sem verðið sé lægst, jafnvel þó Hitler ræki búðina. Það held ég að sé almenn hugsun og því erfitt að ryðjast inn á markað þar sem fákeppnisbarónar sitja og hafa sýnt að þeir eru tilbúnir að undirbjóða þar til þeir hafa svelt samkeppni út.
En verkalýðsforkólfar virðast vera í sama liði og stjórnvöld og auðmenn, þeir mjálma varlega, nógu mikið til að þykjast en ekki nógu mikið til að það skipti nokkru.
Eigum við ekki bara að versla okkur svartar grímur og kolsvartann fána og leiðast saman út í dásamlegann heim Anarkistanna, barna lúsifers? Þau heiðra boðorð herrans "gerðu það sem þú vilt" og eru því í sama söfnuði og stjórnvöld og auðmenn
Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 08:57
:) vertu alltaf velkomin ég næ ekki alveg hvað Moggin er að fara það hefði verið hægt að taka á þeim sem hafa farið yfir strikið á annan máta heldur en að útiloka alla og þvi fleiri raddir sem hljóma því fleiri sjónarhorn og það er alltaf betra.
Ég veit ekki hvort ég er nokkuð bjartsýnni en þú ég bara sé ekki í augnablikinu að mínu mati en að nota þessa áhöfn til að sigla okkur út úr þessu allavega meðan við náum áttum og ég er líka þeirrar skoðunar að það sé ekki allt þeim að kenna. Verkföll gætu verið lausn en til þess þyrfti breytingar hingað til hafa verkföll skilað mér verri stöðu heldur en fyr.
:) það er freistandi að gerast stjórnleysingi en af hverju ekki að gera það grímulaust sennilega setur það hömlur á innra stjórnleysið í okkur vegna þess að við viljum ekki sjást í sömu sporum og ónefndur hagfræðingur og svæfingarlæknir .
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.1.2009 kl. 11:54
Átti að vera
Ég veit ekki hvort ég er nokkuð bjartsýnni en þú ég bara sé ekki í augnablikinu nokkuð annað að mínu mati en að nota þessa áhöfn til að sigla okkur út úr þessu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.1.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.