2.1.2009 | 22:09
Sýnir myndbandið allt ?
Ekki veit ég það eða hver hefur rétt eða rangt fyrir sér en bendi á blogg Salvarar Gissurardóttur um reynslu hennar af mótmælunum. Kannski fannst mönnunum sér ógnað og það er vitað mál að myndskeið sem sýnd eru í þágu beggja aðila eru aldrei 100% marktæk hvar er byrjað hvar er klippt og hvar er hætt. Þetta er eins og gróðurhúsaáhrifin það skiptir öllu hvar meðaltalið er tekið til að fá þá niðurstöðu sem að maður vill.
Taldi sér ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög einfallt Jón.
Það eru eftirlitismyndavélar út um allt á Austurvelli. Ef Seðlabankamaðurinn hefur eitthvað til síns máls að hann hafi verið laminn þá kærir hann.
Sérðu einhverstaðar að hann sé að spá í að kæra ? Myndir þú ekki kæra ef þú hefðir verið beittur ofbeldi ?
Ég sé bara mann veitast að konu með hendur á lofti. Geti hann ekki sýnt framm á annað þá á hann skýlaust að segja af sér.
Már (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:24
Ég held að það sé nokkuð ljóst á þessu myndbandi að þarna fóru drukknir óreiðumenn (en það er víst ofgnótt af þeim í seðlabankanum) um með ofbeldi gagnvart mótmælendum.
Guðmundur Pétursson, 2.1.2009 kl. 22:25
Svona ykkur að segja var þetta alveg ótrúleg innkoma þessarar manna. Þeir gengu þarna um og hrintu og bæði konum (eins og sést á myndbandinu) og örðum um koll sem á vegi þeirra urðu. Annar reyndi að sparka í liggjandi mann sem var verið að hlúa að og hafði orðið fyrir piparúða. Þá spurði ég hann hvort það væri allt í lagi með kollinn á honum og þá hrinti hann mér ég snéri mér undan og horði í augun á honum og sagði "Gjörðu svo vel og gefðu mér á kjafinn ef þér líður betur með það" þá reiddi hann til höggsins (og þar hefur myndavélin náð atvikinu og sést það á stillimyndinni á undan fréttinni). Hann hins vegar hætti við að kýla mig og hrinti þess í stað konunni sem næst var. Svona gengu þeir í gegnum ca. 500 manna hóp mótmælenda og hrintu og ýttu þeim sem fyrir urðu - og í raun er ótrúlegt að þessir hrottar hafi farið í gegnum hópinn án þess að nokkur svo mikið sem ýtti til baka (og það segir e.t.v. hversu mikið mótmælendurinir voru tilbúnir að beita ofbeldi þarna fyrir framan Hótel Borg).
Þór Jóhannesson, 2.1.2009 kl. 21:23
Birgitta Jónsdóttir, 2.1.2009 kl. 22:25
Takk fyrir athugasemdirnar.
Ég er í raun ekkert að pæla í þessum manni eða hvað hann er að gera gerði eða er talin gera ég er bara að benda á að myndbönd eru ekki hundrað prósent marktæk það er aldrei hægt að fullyrða að þau hafi náð allri sögunni.
Sjónarvottar og vitni eru heldur ekki hundrað % marktæk því að það sem að við sjáum og heyrum þarf ekki allt að vera eins og við töldum að það væri.
Ég las sögu í barnaskóla sem að hefur fylgt mér alla tíð og sem að mér finnst segja allt sem þarf um það hvort við getum með vissu sagt að aðrir hafi rangt fyrir sér og það séu ekki fleiri hliðar á hverju máli Ég læt söguna fylgja með til gamans vona að ég muni hana rétt hún hét blindumennirnir fjórir og fílinn og átti að hafa skeð í Indlandi sem að mætti ekki núna því að það væri talið fordómar.
4 blindir Indverjar komu á markað þeim var sagt að á markaðnum væri fíll. Þeir vildu fá að skoða dýrið enda aldrei komið nálægt fíl áður. Þeir voru leiddir að fílnum.
Sá fyrsti kom að hlið fílsins og strauk hana nokkkra stund, Næsti kom við ranann og rannsakaði hann allvel. Sá þriðji kom við halann en sá síðasti lenti á tönn fílsins,
Settust þeir nú allri niður og hófu tal saman.
Sá fyrsti sem kom að hlið fílsins sagði að hann væri eins stór grófur veggur. Sá sem að kom við ranann sagði fílinn er eins og slanga. Sá sem að kom við rófuna hélt nú ekki fíllinn væri eins og endi af grófum kaðli. Sá fjórði sem lent hafði á tönninni hló og sagði að þeir væru fífl það sér hver heilvita maður að fíllinn er úr hörðu íbjúgu beini. Um þetta rifust þeir þar til þeir fóru að berja á hvor öðrum.
Þessi saga hefur eins og ég sagði setið í mér og ég hugsa oft til hennar áður en að ég fullyrði að það sem einhver segir sé rangt. Við getum nefnilega öll haft rétt fyrir okkur en haft á röngu að standa um leið samt sem áður.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.1.2009 kl. 22:55
Þetta er hárrétt athugasemd Jón Aðalsteinn - en ég hef nú lesið nokkuð af bloggi þínu síðust misserin og ekki finnst mér þú alltaf vera jafn tilbúinn að setja spurningarmerki við fréttir eins og þú ert núna. Of á tíðum jaðra skoðanir þínar á fréttum einmitt við sleggjudóma. Ertu e.t.v. að kasta steinum úr glerhúsi við að reyna að verja framgang þessara manna með þessum hætti?
Þór Jóhannesson, 2.1.2009 kl. 23:19
Þeir Ólafur og Guðmundur Klemenssynir eru greinilega hreystimenni mikil og vonandi líður þeim eins og hetjunum sem þeir eru þegar þeir segja frá háskaför sinni í gegnum skrílinn þegar þeir súpa næst kaffi í valhöll.
Sem Hagfræðingur annars vegar og læknir hins vegar sýna þeir hvernig vel stæðir og menntaðir sjálfstæðismenn skuli koma fram við þennan treggáfaða almúga sem stendur í skemmdarverkum og skrílslátum án þess að hafa hugmynd um afhverju.
Björn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 23:44
Í öllu falli þá er ljóst að allir þessir sem þessi hagfræðingur seðlabankans er að ráðast á voru ekki að ráðast á hann.
Ég myndi líka halda að friðelskandi maður sem væri ekki niðri í bæ til að standa í slagsmálum vissi að það er ekki vænlegt að ganga um með hnefann á lofti með upphrópunum. Nemma menn séu svona roslaega hefnigjarnir og ef svo er ættu þeir ekki að vera að vinna í seðlabankanum...
Ferningur, 2.1.2009 kl. 23:50
Hagfræðingur í Seðlabanka - einn þeirra sem á sök á ástandinu - ætti hann ekki að fara með veggjum og hafa vit á að þegja?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.1.2009 kl. 01:21
Nú er mbl.is búið að klippa á umræðuþræðina sem sprottið hafa upp úr frá fréttinni. Sem sagt búið að þagga niður alla umræðuna um þessa fordæmlausu árás Hagfæðingsins og svæfingarlæknisins. Ætli fréttamaðurinn hafi ekki vitað að þarna var starfsmaður Seðlabankans og innvinglaðir og innmúraðir Sjálfstæðismenn. En svona ritskoðun ætti auðvitað að segja frá í sjónvarpsfréttum eða Kastljósi (en Sjónvarpsmiðlarnir eru ekki hótinu skárri en mbl.is hvað þettta varðar). Ætli eyjan.is sé ekki eini miðillinn sem hugsanlega segir frá svona svæsinni ritskoðun - það verður að koma í ljós, ég sendi þeim a.m.k. upplýsingar um þetta.
Svona virkar nefnilega spillingin.
Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 01:34
Þakka komentin
Tek það fram aftur að ég var ekki sérstaklega að pæla í einstaklingnum heldur því hvort að myndbönd yfirleitt væru 100% marktæk ég sveiflast á milli þess að kenna mótmælendum um allt sem að fram fór á gamlársdag til þess að telja þau saklaus með öllu allt eftir þvi hvaða myndband ég horfi á. Á sama máta og ég trúi til dæmis ekki myndbandi úr frétta tíma sem algjörum sannleika trú ég heldur ekki öðrum skotum fullkomlega. Það er engin vafi a því að það sem sést er rétt en vissan nær ekki út fyrir byrjun og endi skotsins.
Ég viðurkenni líka fúslega Þór að ég les þig og það með all nokkurri ánægju fólk þarf ekkert alltaf að vera sammála en mismunandi skoðanir eru alltaf af hinu góða og ég hvet þig til að setja inn athugasemd þegar þér finnst ég vera með sleggjudóma. Ég er ekkert betri eða verri en aðrir og á alveg jafn bágt með að sjá bjálkann í mínu auga eins og aðrir þannig að það er alltaf gott að fá athugasemdir sem að stundum leiða til þess að maður hugsar mál upp á nýtt eða verður sannfærðari í eigin skoðun.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.1.2009 kl. 02:19
Vísanir í athugasemdir hafa verið fjarlægðar af Taldi sér ógnað fréttinni sem þessi athugasemd var tengd við.
Athugasemdirnar er hægt að finna á http://truth.is/?p=870 - Láttu mig vita ef þú veist um einhverjar sem vantar (Gerðu Ctrl-H í vafranum þínum til að sjá síður sem þú hefur skoðað).
Gunnar, 3.1.2009 kl. 02:21
Gott að heyra Jón Aðalsteinn - ég tek hattinn ofan þegar fólk tjáir sig í auðmýkt og vonandi getum við einmitt reynt að forðast sleggjudómana og ræða málin á heiðarlegum grundvelli - því það hefur vissulega verið erfitt síðustu mánuðina.
Þór Jóhannesson, 3.1.2009 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.