1.1.2009 | 22:22
Að bera ábyrgð á sjálfum sér.
Er sanngjarnt að kenna ráða mönnum um allt sem miður hefur farið. Ég er ekki að tala um spillingu, andvaraleysi í stjórnsýslu eða einkavina væðingu heldur þá staðreynd að það er að verða stutt í að ríkisstjórn verði kennt um tíðarfar almennt og allt sem að okkur finnst miður fara. er það sanngjarnt. Við erum ábyrg fyrir okkur og okkar lífi sjálf allavega vil ég hafa það þannig.
Ég tel til dæmis ekki hægt að horfa framhjá því að í sumum tilfellum berum við sjálf einhverja sök á því hvernig komið er og getur það verið einn af þeim hlutum sem að gerir okkur erfitt fyrir þessa dagana það er að horfa í eigin barm. Það er miklu betra að benda á einhvern annan.
Par keypti sér íbúð á árinu 2007 og buðu í hana 1000 000 meira en sett var á hana enda var hún a góðum stað og myndi bara hækka í verði samkvæmt mati fróðra manna. Þau tóku 100% lán fyrir kaupverðinu jafnvel þó að Seðlabankinn spáði allt að 30% lækkun á íbúðaverði og mörgum aðilum á markaði bæri saman um að húsnæðisverð væri allt of hátt. Parið fór að ráðum þjónustufulltrúa og fasteignasala og keyptu íbúðina sem er að verða verðminni en lánið sem að á henni hvílir. Þetta er auðvitað bara ríkisstjórn Íslands að kenna enda mótmælir parið á hverjum laugardegi ásamt fasteignasalanum falli fasteignaverðs..
Doddi ákvað að endurnýja litla rauða bílinn sinn og fá sér annan nýjan í febrúar árið 2008 hann hlýddi ráðum rágjafa og fjármögnunar fyrirtækja og tók myntkörfulán enda verið mikið fjallað um hvað þau væru hagstæður lánakostur og bankar allt að því ullað á Seðlabankann þegar þeir hrósuðu sér af því hvað þeir væru góðir við almúgann að veita honum svona góð lán. Nú er bílinn orðin verð minni en myntkörfulánið og afborganir tvöfaldar frá því í byrjun. Doddi er hundfúll út í ríkisstjórnina enda að sjálfsögðu allt henni að kenna það breytir því ekki að um fátt var fjallað meira á þeim tíma sem að Doddi tók lánið en að gengi Íslensku krónunnar væri allt of hátt skráð og gæti ekkert annað en fallið og það verulega.
Pési vildi verða ríkur og ákvað að kaupa hlutabréf hann fór í bankann og fékk þau ráð að taka millu í lán og nota einnig sparifé sitt til kaupa i einhverri grúppu sem nú er komið í ljós að var í raun bara þeytivinda með vel uppblásið verðmæti í eigu eiganda bankans. Nú á Pési mínus eina millu. Sem er náttúrulega bara ríkisstjórninni að kenna það breytir því ekki að Pésa datt ekki í hug að eitthvað væri athugavert við að Íslensk hlutabréf væri stórustu hlutabréf í heimi.
Þjónustu fulltrúi benti hjónakornum á að það væri mikið betra að endurfjármagna lánin á íbúðinni Íbúðalánasjóðslán með 6,1% vöxtum væri alveg glatað og vegna þróunar á markaði sem væri á uppleið og ekki nokkurt útlit fyrir að hann lækkaði svo neinu næmi ættu þau núna í eigið fé í íbúðinni mun meira en þessar 3 millur sem að þau hefðu lagt í hana í byrjun. Þau endurfjármögnuðu íbúðina með láni að 90 % verðmæti hennar samkvæmt mati. Þau fóru i mánaðar undanlandsferð um sumarið keyptu jeppa og fellihýsi endurnýjuðu eldhúsið fyrir jólin og fengu sér flatskjá. Í dag er verðgildi íbúðarinnar minna en það sem hvílir a henni þetta er náttúrulega bara ríkisstjórninni að kenna að þeirra mati.
Hjón á miðjum aldri sem hafa lifað Ólafslög Sigtúnsfundi tvö núll aftan af krónunni kreppuna kringum 90 og margt fleira sátu fyrir framan þjónustufulltrúa sem benti þeim á að það væri mun hagstæðara fyrir þau að endurfjármagna hana með láni frá bankanum.
Eftir reikisdæmið þá kom í ljós að það var nokkur árafjöldi áður en ágóði yrði af minni afborgunum meira að segja lengri tími heldur en tíminn fram að endurskoðun vaxta á láninu. Það var greinilega lítill áhugi hjá hjónunum svo þeim var bent á að þau gætu fengið stærra lán en hvíldi á íbúðinni vegna hækkunar fasteignaverðs. Langar ykkur ekki að ferðast fá nýjan bíl eða þá kaupa hlutabréf sem eru góð ávöxtun til elliáranna. Gamaldags sem þau voru langaði þeim ekki í neitt sem að þeim fannst þau ekki eiga fyrir. Það er enn langur vegur á að íbúðin þeirra lækki í verði þannig að eignarprósenta verði sú sama og fyrir uppsveifluna. Þau kenna mönnum sem fóru óvarlega með peninga um hvernig komið er í fjármálum en skamma ríkistjórnina fyrir andvaraleysi og munu refsa henni 2011 ef hún hefur ekki bætt sig.
Það sem ég er að reyna að segja er að fólk verður líka að horfa í eigin barm það þýðir ekkert að kenna stjórnvöldum um allt sem fer illa í lífi okkar við viljum ekki að stjórnvöld séu með puttana í daglegu lífi okkar en við verðum líka að vera ábyrgð gerða okkar og láta ekki glepja okkur með óraunverulegum gylliboðum. Það var löngu vitað að íbúðarverð var komið úr öllum böndum og það er líka vitað að fólk hefur stundum teygt sig allt of langt við kaupin með tilheyrandi vandræðum. Það er þekkt staðreynd að fyrir innkomu bankana á húsnæðismarkað voru peningar millifærðir milli ættingja til að sýna betra greiðslumat svo fólk fengi hærra lán til að geta keypt dýrari íbúðir en að greiðslugetan réð við svo fór allt til fjandans og engin réð við neitt. Of ´fjárfesting er ekkert nýtt en fólk verður að sníða sér stakk eftir vexti.
Það að ætla að kenna stjórnvöldum um allt er afskaplega einfalt og að það er ekkert sjálfsagt að stjórnvöld eigi að koma til hjálpar hvers eiga gamaldags hjónin sem aldrei hafa farið of geyst og alltaf gætt varkárni að gjalda, af hverju eiga þau að borga fyrir þá sem fóru offari og reistu sér hurðarás um öxl. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að bankarnir hefðu ekki fallið og krónan dáið þá hefði gengið fallið og atvinna minkað og fjöldi fólks lent í vandræðum einfaldlega vegna óvarkárni í fjármálum. Ég sé ekki að stjórnvöld þurfi að biðjast afsökunar á því heldur þarf fólk að líta í eigin barm og læra af reynslunni og fara varlegar næst.
1995 keypti maður íbúð verð hennar var 1,2 sinnum árslaun hans hann seldi hana árið 2000 fyrir 1,8 árslaun sín hún var á sölu 2007 og þá á 4 földum árslaunum hans. Það þarf ekki sprenglærða menn til að sjá að svona er ekkert annað en blaðra og sé blásið í þær nógu mikið springa þær allar með hvelli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var svo heppinn að selja og leigja á réttum tíma, en ég verð samt enn að malda í móinn og benda þér á að fyrir suma, t.d. mig, þá kemur bara tími til þess að kaupa sína fyrstu eign á einhverjum tíma. Síðar kemur að því að stækka við sig ef allt gengur skv hinni himnesku áætlun og fjölskylda myndast.
Þá ert þú undir hæl markaðarins. Þú segir ekki "Þetta er allt of mikið verð", þú annaðhvort kaupir, eða leigir. Ég vildi alltaf leigja, mér fannst þessar hækkanir allt of grófar. En á einhverjum punkti varð rosalega dýrt að leigja og maður fékk ekkert nema í skamman tíma. Þá keypti ég og nokkrum árum síðar keypti svo aftur stærra, endurfjármagnaði aldrei, hvorki í erlendu né lægri vöxtum (ég sá strax í gegn um þetta svindl, kommon, 5 ára endurskoðunartími... og uppgreiðslugjald, þetta eru þrælakostir) seldi svo og leigi nú aftur, með sekk af peningum undir koddanum.
Ég er heppinn, ég fer aldrei verr út úr þessu en að verða á núlli (ef peningakerfið hrynur). Sumir aðrir gætu endað í massívri skuld og gjaldþroti og eins og tímarnir þróast núna og með löggjöf þar sem hinir gjaldþrota eru ekki leystir af króknum (þeir núllast ekki), og böðlar stjórna skríl með piparúða og kylfum, þá gætu hinir fjárhagslega ófrjálsu hæglega endað sem alvöru, gamaldags þrælar í hlekkjum, skítugir, kaldir og hálfdauðir.
Ég mun ekki kaupa húsnæði nema geta staðgreitt það eða tekið afar lágt og óverðtryggt lán. Það get ég ekki nema einhver taki boði upp á hálfvirði (eftir allt þetta basl og "gróða" af 2 íbúðum, átti ég samt bara 50% í húsnæðinu, þökk sé verðtryggungum).
Ef maður vill læra af "þeim heppnu" (hinum, ekki mér), þá tekur einstaklingur ekki fjárhagslega áhættu, heldur stofnar einkahlutafélag um allar fjárfestingar, þar á meðal húsnæði. Þannig getur félagið þitt rúllað án þess að setja þig á hausinn.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 10:11
Ég hef einnig á einhvern máta á seinni árum eftir að ég þurfti að koma þaki yfir höfuð aftur slysast til að vera heppinn með að kaupa á réttum tíma. En ég hef heldur aldrei keypt meira en ég hef getað talið mig standa undir. Ég var svokallaður hátekjumaður þegar ég keypti aftur íbúð ég vissi um fólk með samsvarandi tekjur sem var að kaupa helmingi dýrari eignir. Ég fór eftir greiðslumatinu og fór undir það. Auðvitað leiddi það til þess að þegar ég var með börnin og eftir að þau komu til mín var mun þrengra á þeim heldur en hjá þeim sem að léku á kerfið. En ekki allir þeirra höfðu það af. Ég er tvisvar búin að fara þessa leið sem að við getum sagt að er að kaupa húsnæði í fyrsta skipti og veit að þetta er ekkert létt og þvi síður réttlátt að slíta sér út einmitt á þeim tíma sem að maður er að ala upp börn og þau þurfa mest á nærveru manns að halda. En mér finnst að fólk verði líka að líta í eigin barm og athuga hvort að eitthvað hefði ekki mátt betur fara hjá því sjálfu. Annars er það bara eins og alki sem er að fara í afvötnun ef hann finnur ekki að hann eigi einhvern hlut að máli fellur hann aftur og aftur maður verður að byrja að taka til heima. En ég veit líka að það var ekkert drasl á sumum heimilum. Það er ekki hægt að alhæfa þetta.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.1.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.