Mikil Hækkun?

30 til 40% Hækkun er all nokkuð en samt ætla ég að styðja sveitirnar og sýna þeim þakklæti fyrir óeigingjarnt starf.

Í staðinn hætti ég bara að kaupa Pasta það hefur jú hækkað 100% og ýmsar neysluvörur sem hækkað hafa allt að 100% jafnvel þó innlendar séu. En hafa hækkað í skjóli arfa lélegs eftirlits og taumlausrar græðgi sem öllu ríður hér hálfa leið til heljar.

Það má setja spurningamerki við að fólk brenni peningana sína upp á þennan máta en væri ekki nær fyrir stjórnmálamenn okkar að halda áfram að leita að horfnu peningunum heldur en að ráðleggja fólki sparnað með því að kaupa ekki flugelda og hætta að drekka gosdrykki.
Ég vil heldur sjá þá setja lög gegn hringamyndun og lög sem að styrkja samkeppni heldur en landföðurlegar ráðleggingar hvernig ég á að haga fjármálum mínum sem voru bara í ansi góðu lagi þangað til þeir klúðruðu því sem að þeim var treyst fyrir og hafa engar lausnir aðrar en vasa almúgans.

Ég býst ekki við því að sveit vaskra þingmanna mæti til að negla hjá mér þakið í næsta fárviðri en ég er viss um að hjálparsveitin mætir þess vegna kaupi ég einn pakka. Kannski er hjálparsveitunum betur treystandi til að stjórna landinu ættum kannski að skoða það, þær allavega hjálpa nauðstöddum en gera ástand þeirra ekki verra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband