16.12.2008 | 23:09
Iðnmennt er líka máttur
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort að þjóðfélag af okkar stærð geti rekið það menntakerfi sem að við rekum við setjum niður háskóla eins og við settum niður skuttogara hér áður fyrr og úr þessum skólum kemur fólk með mikla og góða menntun mikil námslán á bakinu og ákveðnar kröfur um laun. En gleymist ekki að athuga hvort að það er í raun til vinna fyrir þetta fólk er stærð þjóðfélagsins nóg til að anna þessu framboði. Á Íslandi búa 330.000 manns. 330 000 manns það er ekkert smáræði það er heil þjóð en setjum þetta í annað samhengi.
Tökum dæmi um borgir með svipaðan íbúafjölda. UK Coventry 300.388, Leicester 331,731, Manchester 386,849 í öðrum löndum til dæmis Sarajevo 383,604, Minniapolish 372,092, Archangelsk 354.701, og Murmansk 335,012
Ég er því miður ekki með yngri upplýsingar en frá 2004. Árið 2004 stunduðu 16138 nemendur framhaldnám á háskólastigi. Nemendur skiptust það um það bil svona ca 2400 tungumál og mannvísindi um 800 stunduðu nám í listum ca 3400 í uppeldis og kennslufræðum, 2600 í lögfræði og Samfélagsvísindum 3000 í Viðskipta og hagfræði 1800 við Náttúru fræði og stærðfræði 1900 manns stunduðu Tæknigreinar 400 Landbúnað og matvælafræði síðan 2400 Lækningar heilbrigðisgreinar.
Þetta er gefið upp í súluriti þannig að ekki er hægt að lesa nákvæman fjölda.
2002 (fann ekkert yngra) voru við nám í bifreiðaviðgerðum 54 og 9 voru í starfsþjálfun samtals 63 og voru þá 59 færri en árið 1998. Í vélvirkjun voru árið 2002 61 í námi 87 á námssamning samtals 148 eða 153 færri en 1998. Ofangreindar tölur sýna að mínu mati svart á hvítu stefnu okkar í menntamálum en hún er fólgin í því að auka stöðugt nám á Háskólastigi á kostnað iðn og verkmenntunar í landinu en er hægt að stunda þessa mennta stefnu og er hún raunhæf hvað er eðlilegur fjöldi fólks í hverri grein og eðlilegur fjöldi stofnana og annarra kerfa til að anna þessum hóp af fólki og síðast en ekki síst getum við framleitt vinnu fyrir fólkið á þeirra menntunarsviði.
Við skulum hugsa okkur að hver borg sem að ofan er nefnd sé lokað kerfi hún þarf þjónustu allra ofangreindra stétta en í hvaða hlutfalli og hvað er pláss fyrir marga af hverri stétt innan kerfisins það má breyta og aðlaga þörfina en grunnurinn verður alltaf svipaður og svo þarf líka að taka tillit til þess að sumt nám hentar á mörgum sviðum. En það er fróðlegt að hugsa þetta í því samhengi að til að halda svona kerfi gangandi þurfi virkilega að framleiða tæplega 40 löglærða, á móti 1 bifvélavirkja. Eða 18 viðskiptamenntaða á móti hverjum vélvirkja til að þjóðfélag eða borg virki sem best og hagkvæmast. Ég tel að þetta sýni þá vanrækslu sem að er í gangi gagnvart menntun sem að nýtist til framleiðslu og það er mín skoðun að við séum með alltof litla áherslu á iðn og verknám í menntakerfinu ég tel að það séu til dæmis mun meiri líkur á því að ég þurfi á bifvélavirkja að halda á lífsleiðinni heldur en lögfræðing en miðað við þessar tölur eru 40 lögfræðingar á móti hverjum bifvélavirkja og miðað við atburði undanfarinna mánaða þá verð ég að viðurkenna að ég hef ekki mikla trú á hámenntuðum fjármálaspelkulentum. Aftur á móti tel ég að ein af leiðunum til að ná Íslandi sem fyrst úr kreppunni sé aukin framleiðsla og aukin verkmenntun. Leið sem að meðal annars Finnar notuðu til að vinna sig út úr kreppunni.
Ég bendi einnig á að ég set ekki þessar hugleiðingar á blað til að kasta rýrð á eina menntun um fram aðra heldur vegna þess að fólki er tíðrætt um að við eigum ekki að setja öll eggin í sömu körfuna en erum við ekki að gera það með mun einsleitari menntun þar sem að verkmenntun er að fjara út. Það er þörf fyrir alla þessa menntun að mínu mati eru hlutföllin orðin hálfskökk ef að þjóðfélagið á að virka sem á sem bestan máta.
Fólk er ekki velmenntað eða illa mentað öll menntun er af hinu góða og á að njóta jafnræðis lífsins skóli er líka menntun gleymum því ekki. Það sem ég tel góða menntun er menntun sem að skilar manni vinnu alla starfsævina fjölbreytt menntun sem að spannar mörg svið menntun sem að gerir menn gjaldgenga á sem flestum stöðum í þjóðfélaginu þar getur verkmenntun skipt miklu máli og þegar kemur að því að velja í hverju maður vill mennta sig þá ætti fólk að líta á þá möguleika sem að þar liggja því fátt skiptir meira máli þegar upp er staðið að hafa alltaf aðgang að vinnu hvernig sem árar.
Þorgerður Katrín fær kartöflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Rétt Jón, fólk er ekki vel menntað eða illa menntað. Það er vel menntað, lítið menntað eða ómenntað.
Það hefur verið í gangi mikil umræða um að hefja upp veg verknámsins. Það er auðvitað bara mjög gott, en ósjálfrátt, jafnvel ómeðvitað, otar kerfið bóknáminu samt að fleirum. Einfaldlega vegna þess að það er ódýrara. Bæði fyrir hið opinbera og einnig námsmanninn. Námsmaður í almennum menntaskóla greiðir líklega milli 20 og 30þúsund á vetri í skólagjöld, meðan námsmaður í t.a.m. trésmíðanámi greiðir hátt í 70þúsund. Og námsmaðurinn í verknáminu er einnig mun dýrari í rekstri fyrir hið opinbera. Nám hans krefst mun meiri efniskostnaðar, stærra og sérhæfðara húsnæðis og svo mætti áfram telja.
Auðvitað á ungt fólk að fá að velja sér námsleiðir án þrýstings og það á hvorki að beina því aðra áttina frekar en hina. Það þarf bara að gera alla námsmöguleika jafn aðlaðandi og aðgengilega. Það er heldur ekki rétt að ota fólki í verknám, ef áhuginn er ekki fyrir hendi. Þó hef ég orðið vitni að slíku hjá námsráðgjafa sem tók ábengingar hins opinbera líklega full bókstaflega.
Sjálfur á ég 5 börn og þar af 4 sem eru annað hvort á eða komin af framhaldsskólaaldri. Þau hafa alveg skiptst í tvö horn með sitt námsval, enda hef ég alltaf sagt að svo framarlega sem þau hafa áhuga á að læra eitthvað sem er gagnlegt og heilbrigt þá munu þau eiga allan minn stuðining.
Emil Örn Kristjánsson, 17.12.2008 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.