8.12.2008 | 18:32
Vekur spurningar
Það er mjög óheppilegt að svona mál skuli koma upp því að við endurreisn bankanna þarf allt að vera 100%. Ég hef engar upplýsingar til að fella dóm yfir þessum eflaust ágæta starfsmanni en málið er óheppilegt.
Mig langar þó að vita eftirfarandi.
1. Þegar veitt er lán til svona kaupa er þá ekki skrifað undir neina samninga sem síðan eru þinglýstir ég hef hingað til ekki labbað út með peninga frá svona stofnun án fullra veða og þinglýsinga. En kannski eru að renna upp léttari tímar.
2. Fær ekki fólk síðan yfirlit um áramót vegna skattframtala þannig að því á að vera ljóst ef bókhaldið er í lagi hvort það skuldar annan eins pening.
Síðan segir þetta okkur almúganum all nokkuð um verðmætaskin bankaelítunnar ef að svona upphæðir skipta ekki meira máli en það að fólk athugar ekki hvort að það sem keypt er hefur raunverulega gengið í gegn.
Þetta er ekki til að auka tiltrú manna á viðkomandi stofnun sem var jú ekki mikil fyrir.
FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.