Verðmætaskilningur minn

Verðmætaskilningur minn hefur verið í molum undanfarið það er talað um miljarða sem að voru lánaðir til kaupa á hlutabréfum með veði í hlutabréfunum sjálfum.
20 miljarðar 60 miljarðar maður verður eiginlega hálf dauður i hugsun af þessu risavöxnu tölum þannig að þegar maður heyrir fréttir um 5 miljarða þá finnst manni eins og verið sé að fjalla um bakkelsiskaup í bakaríi á laugardags morgni.

Ég hef verið að reyna að setja þetta í skiljanlegt samhengi fyrir sjálfan mig og langar til að deila skilningi mínum með öðrum.

Við höfum flest séð myndir í fréttum af síldarflotanum á veiðum út af ströndinni þetta eru falleg skip og mér er tjáð af manni sem að þekkir til að á núvirði sé verðmæti svona skipa sennilega kringum 2 miljarðar það er verðmæti nýrri skipa veiðiflotans. Þessi vitneskja hefur gert mér kleyft að skilja málefni dagsins betur.
Nú geri ég mér grein fyrir því að 30 miljarða tap Giftar jafngildir 15 fjölveiðiskipum, 20 miljarða lán sem fjallað var um jafngildir 10 fjölveiði skipum og svo framvegis. Þetta hefur svo sem ekki bætt líðan mína en ég geri mér betur grein fyrir þeim verðmætum sem að hér eru á ferðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Vilhjálmsson

Heill og sæll höfðingi

Þegar Þorsteinn Már losaði hald sitt á nýtingarétti á sameign þjóðarinnar tók hann við 3M-kr ( 3-Steina) Þegar þú serð vörumerkið 3M þá veit þú hvað fyrsti hákarlinn fékk á sínum tíma - bráðum 10 ár síðan er það ekki. Þannig ert þú að ofan að tala um tölur sem eru 7-10 Steinar. Annar geta tölur verið skemmtilegar:

Tölur eru táknmynd sjóða

tölur skapa stundum gaman

Tölur sýna tap og gróða

og tölur halda fötum saman

Blessi þig- ev

Einar Vilhjálmsson, 2.12.2008 kl. 03:48

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður gamli sveitungi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband